Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 10:39 Lokið var við samsetningu Orion-geimfarsins og SLS-eldflaugarinnar í síðustu viku. NASA/Frank Michaux Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Saman eru eldflaugin og geimfarið rétt tæpir hundrað metrar á hæð.NASA SLS stendur fyrir Space Launch System og hefur þróun eldflaugarinnar að mestu verið í höndum NASA og Boeing. Upprunalega átti að skjóta fyrstu eldflauginni á loft árið 2016 en miklar tafir hafa orðið á vinnunni. Orion-geimfarið var að mestu þróað af Lockheed Martin. Saman eru eldflaugin og geimfarið rétt tæplega hundrað metrar á hæð. Ekki stendur til að skjóta eldflauginni og geimfarinu á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. NASA birti á föstudaginn grein þar sem meðal annars er farið yfir hvaða tilraunir nú þarf að gera á eldflauginni, þar sem búið er að setja hana saman í fyrsta sinn. Meðal annars þarf að tryggja að allt sé með felldu, bæði í geimfarinu og eldflauginni. Hvort allar tengingar og leiðslu virki ekki sem skyldi og kanna hvort SLS og Orion „tali ekki rétt saman“. Þá verða gerðar tilraunir með samskiptabúnað geimfarsins og verður kannað hvort ekki virki að dæla eldsneyti á eldflaugina. „Það er erfitt að koma orðum að því hvað þessi áfangi þýðir, ekki bara fyrir okkur heldur einnig alla þá sem hafa unnið að því að komast hingað,“ er haft eftir Mike Bolger, yfirmanni hjá NASA, í áðurnefndri grein. Hér má sjá myndband frá 2019 sem sýnir hvaða leið Orion-geimfarið á að fara til tunglsins og til baka. Hér má sjá ársgamalt kynningarmyndband NASA um Artemis-áætlunina. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Mars Tengdar fréttir NASA leitar hugmynda um tungljeppa Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. 2. september 2021 07:01 Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15 Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum. 2. júní 2021 22:31 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Kveikja á hreyflum nýrrar eldflaugar annað kvöld Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir á að gera enn eina tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System sem hönnuð hefur verið til að senda menn til tunglsins og til Mars. Þróunarvinnan hefur þó dregist verulega og kostað mun meira en til stóð. 17. mars 2021 12:05 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Saman eru eldflaugin og geimfarið rétt tæpir hundrað metrar á hæð.NASA SLS stendur fyrir Space Launch System og hefur þróun eldflaugarinnar að mestu verið í höndum NASA og Boeing. Upprunalega átti að skjóta fyrstu eldflauginni á loft árið 2016 en miklar tafir hafa orðið á vinnunni. Orion-geimfarið var að mestu þróað af Lockheed Martin. Saman eru eldflaugin og geimfarið rétt tæplega hundrað metrar á hæð. Ekki stendur til að skjóta eldflauginni og geimfarinu á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. NASA birti á föstudaginn grein þar sem meðal annars er farið yfir hvaða tilraunir nú þarf að gera á eldflauginni, þar sem búið er að setja hana saman í fyrsta sinn. Meðal annars þarf að tryggja að allt sé með felldu, bæði í geimfarinu og eldflauginni. Hvort allar tengingar og leiðslu virki ekki sem skyldi og kanna hvort SLS og Orion „tali ekki rétt saman“. Þá verða gerðar tilraunir með samskiptabúnað geimfarsins og verður kannað hvort ekki virki að dæla eldsneyti á eldflaugina. „Það er erfitt að koma orðum að því hvað þessi áfangi þýðir, ekki bara fyrir okkur heldur einnig alla þá sem hafa unnið að því að komast hingað,“ er haft eftir Mike Bolger, yfirmanni hjá NASA, í áðurnefndri grein. Hér má sjá myndband frá 2019 sem sýnir hvaða leið Orion-geimfarið á að fara til tunglsins og til baka. Hér má sjá ársgamalt kynningarmyndband NASA um Artemis-áætlunina. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Mars Tengdar fréttir NASA leitar hugmynda um tungljeppa Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. 2. september 2021 07:01 Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15 Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum. 2. júní 2021 22:31 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Kveikja á hreyflum nýrrar eldflaugar annað kvöld Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir á að gera enn eina tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System sem hönnuð hefur verið til að senda menn til tunglsins og til Mars. Þróunarvinnan hefur þó dregist verulega og kostað mun meira en til stóð. 17. mars 2021 12:05 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
NASA leitar hugmynda um tungljeppa Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. 2. september 2021 07:01
Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15
Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum. 2. júní 2021 22:31
Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Kveikja á hreyflum nýrrar eldflaugar annað kvöld Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir á að gera enn eina tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System sem hönnuð hefur verið til að senda menn til tunglsins og til Mars. Þróunarvinnan hefur þó dregist verulega og kostað mun meira en til stóð. 17. mars 2021 12:05