Lífið

Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þau Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir eru bændur í Holti í Þistilfirði. Sigurður er oddviti Svalbarðshrepps.
Þau Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir eru bændur í Holti í Þistilfirði. Sigurður er oddviti Svalbarðshrepps. Einar Árnason

Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú.

Þau eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Sigurður ákveður að taka sér smápásu frá heyskapnum þegar hann sér eiginkonuna koma niður á tún. Hildur er búin að gefa ferðamönnunum á Grásteini morgunverð og ákveður að færa eiginmanninum kaffisopa út á tún.

Á túninu í Laxárdal í Þistilfirði. Eiginkonan færir eiginmanninum kaffisopa út á túnið.Einar Árnason

Við spyrjum hvort hún stjani svona alltaf við hann:

„Lykillinn að góðu hjónabandi,“ svarar Sigurður.

„Það verður að minna hann á af hverju hann elskar mig,“ svarar Hildur.

Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, bendir á forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason

Í þessum seinni þætti af tveimur um Þistilfjörð förum við með Steingrími J. Sigfússyni um sveitina. Púlsinn er tekinn á sauðfjárbúskapnum og jarðakaupum útlendings og heilsað upp á íbúa í ferðaþjónustu og sápugerð. Höfuðbólið Svalbarð er heimsótt, einnig forystufjársetrið og náttúruperlan Rauðanes skoðuð.

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér er sýnishorn:

Í fyrri þættinum rifjaði Steingrímur upp æskuna á Gunnarsstöðum og stiklað var á stóru í viðburðaríkum ferli hans sem stjórnmálamanns. Hér má sjá kafla úr fyrri þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 15:20.


Tengdar fréttir

Strákur í Sveinungsvík ætlar að verða bóndi og harmonikkuleikari

Í Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar rekur Árni Gunnarsson 550 kinda sauðfjárbú ásamt vélaútgerð. Árni tók við búskapnum af foreldrum sínum fyrir áratug og er fjórði ættliðurinn á jörðinni. Sonur hans segist ákveðinn í að verða sá fimmti.

Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni

Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins.

Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum

„Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur

Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.