Eyþór segir hlut sinn í Mogganum verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 13:01 Eyþór Arnalds fyrir utan borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist engar beinagrindur hafa í skápum sínum. Hann keypti hlutabréf í fjölmiðlum Árvakurs fyrir fjórum árum síðan en hlutabréfin keypti hann af Samherja. Eyþór er í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir eignarhald á hluti sínum í Mogganum. Þar segir Eyþór að hann hafi engin afskipti af miðlum Árvakurs. Hlutur hans í Árvakri hafi lengi verið til sölu en lítil sé eftirspurnin. Þar spili líklega inn í að afkoma Árvakurs hefur verið neikvæð undanfarin ár. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar,“ segir Eyþór í viðtalinu. Samherji afskrifaði stóran hluta lánsins Borgarfulltrúinn segir að hlutur hans í blaðinu sé margskráður og þar af leiðandi líklega eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík. Aðalatriðið sé að hagsmunir sem þessir fari ekki leynt. Fréttastofa hefur áður greint frá því að stór hluti láns Samherja vegna kaupa á bréfunum hafi verið afskrifaður. Stundin hélt því meðal annars fram á sínum tíma að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt fyrir bréfin. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt þegar hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár,“ segir Eyþór við Fréttablaðið. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira
Eyþór er í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir eignarhald á hluti sínum í Mogganum. Þar segir Eyþór að hann hafi engin afskipti af miðlum Árvakurs. Hlutur hans í Árvakri hafi lengi verið til sölu en lítil sé eftirspurnin. Þar spili líklega inn í að afkoma Árvakurs hefur verið neikvæð undanfarin ár. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar,“ segir Eyþór í viðtalinu. Samherji afskrifaði stóran hluta lánsins Borgarfulltrúinn segir að hlutur hans í blaðinu sé margskráður og þar af leiðandi líklega eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík. Aðalatriðið sé að hagsmunir sem þessir fari ekki leynt. Fréttastofa hefur áður greint frá því að stór hluti láns Samherja vegna kaupa á bréfunum hafi verið afskrifaður. Stundin hélt því meðal annars fram á sínum tíma að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt fyrir bréfin. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt þegar hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár,“ segir Eyþór við Fréttablaðið.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira
Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30