Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2019 18:30 Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu. Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14