Þeir félagar Auddi, Steindi og Gillz í FM95BLÖ lofa heljarinnar karókíkeppni næstu vikur. Von er á mörgum af flottustu söngvurum þjóðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir standa sig. Í næstu viku eru það engar aðrar en stórsöngkonurnar Bríet og GDRN sem mætast.
Elísabet Ormslev tekur lagið My Mind með Yebba og Svala Björgvins syngur The Power of Love með Céline Dion. Hægt er að hlusta á flutning þeirra í spilurunum hér fyrir neðan og eru hlustendur síðan beðnir um að taka þátt í kosningunni neðst í fréttinni til að velja þann sem á skilið að fara áfram í keppninni.
Elísabet Ormslev - My Mind
Svala Björgvins - The Power of Love
Jæja, nú er komið að þér að velja. Hvor vinkvennanna stóð sig betur og á skilið að fara áfram í næstu umferð?