Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 14:51 Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek tókust hart á um stöðu íbúðarmála í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.
Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20