Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 14:51 Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek tókust hart á um stöðu íbúðarmála í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.
Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20