Innlent

Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margeir Sveinsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Margeir Sveinsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/EgillA

Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl.

RÚV greindi fyrst frá og kemur fram í frétt miðilsins að 1500 E-töflur og 300 grömm af kókaíni til viðbótar hafi fundist í aðgerðum lögreglunnar þegar fólkið var handtekið á höfuðborgarsvæðinu.

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir að fólkið hafi verið handtekið í aðgerðum lögreglu nokkrum dögum eftir að bíllinn var fluttur til landsins. Fyrst var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og svo í framhaldinu fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna.

Margeir segir að rannsókn málsins miði vel og hún raunar á lokastigi. Hann segist á þessari stundu ekki geta tjáð sig um þjóðerni eða tegund bílsins sem efnin voru falin í.

Lögregla og tollgæsla hafa unnið í málinu í samvinnu og í framhaldinu hafi samstarfið teygt sig erlendis. Evrópulögreglan Europol kemur einnig að málinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.