Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2021 12:01 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir til vinstri, Ingi Tryggvason fyrir miðju, Katrín Pálsdóttir og Bragi Rúnar Axelsson til hægri. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði að talningu lokinni. Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talninguna til lögreglu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðlimir yfirkjörstjórnar ósáttir við niðurstöðu málsins og hyggjast að minnsta kosti tveir ekki greiða sektina - og eiga ekki von á að aðrir geri það heldur. Meðlimir vísa meðal annars til þess að brotin þurfi að vera framin af ásetningi til að teljast refsiverð og telja sig í raun ekki hafa brotið af sér. Greiði fólk ekki sektina verða næstu skref hjá lögreglu að taka ákvörðun um mögulega ákæru og gæti málið í kjölfarið ratað fyrir dómstóla. Ekki var gengið frá kjörgögnum með réttum hætti á milli talninga í Norðvesturkjördæmi og atkvæðin voru skilin eftir óinnsigluð.vísir/Vilhelm Ágreiningur um talningu Að minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ágreiningur innan yfirkjörstjórnarinnar um talninguna og til marks um það undirrita tveir meðlimir ekki ný svör yfirkjörstjórnar við kærum til kjörbréfanefndar. Í samtali við fréttastofu segist einn meðlimur yfirkjörstjórnar telja að fyrri talning eigi að gilda og vísar meðal annars til þess að vant talningafólk hafi séð um hana. Kjarninn greindi frá því í morgun að á öryggismyndavélum við tvo innganga í salinn þar sem óinnsigluðu kjörgögnin voru geymd að fólk sjáist ganga inn og út úr salnum á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði að talningu lokinni. Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talninguna til lögreglu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðlimir yfirkjörstjórnar ósáttir við niðurstöðu málsins og hyggjast að minnsta kosti tveir ekki greiða sektina - og eiga ekki von á að aðrir geri það heldur. Meðlimir vísa meðal annars til þess að brotin þurfi að vera framin af ásetningi til að teljast refsiverð og telja sig í raun ekki hafa brotið af sér. Greiði fólk ekki sektina verða næstu skref hjá lögreglu að taka ákvörðun um mögulega ákæru og gæti málið í kjölfarið ratað fyrir dómstóla. Ekki var gengið frá kjörgögnum með réttum hætti á milli talninga í Norðvesturkjördæmi og atkvæðin voru skilin eftir óinnsigluð.vísir/Vilhelm Ágreiningur um talningu Að minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ágreiningur innan yfirkjörstjórnarinnar um talninguna og til marks um það undirrita tveir meðlimir ekki ný svör yfirkjörstjórnar við kærum til kjörbréfanefndar. Í samtali við fréttastofu segist einn meðlimur yfirkjörstjórnar telja að fyrri talning eigi að gilda og vísar meðal annars til þess að vant talningafólk hafi séð um hana. Kjarninn greindi frá því í morgun að á öryggismyndavélum við tvo innganga í salinn þar sem óinnsigluðu kjörgögnin voru geymd að fólk sjáist ganga inn og út úr salnum á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira