Íbúar í Fellunum lögðu verktaka í tugmilljóna deilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 19:32 Loftmynd af Breiðholti. Vísir/Vilhelm Verktakafyrirtækið Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Torfufelli 23-35 í Breiðholti 34 milljónir króna í nærri áratuga langri deilu um framkvæmdir á fjölbýlishúsinu. Málið má rekja til þess að árið 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. THG Arkitektar ehf. voru fengnir til verksins. Í skýrslu þeirra kom fram að húsið þarfnaðist töluverðra viðgerða. Samþykkti húsfélagið að leita tilboða í utanhúsviðgerðir á grundvelli ástandskýrslunnar, sem talið var nauðsynlegt að fara í. THG sá um að leita tilboða í verkið og fór svo að tilboði Múr- og málningarþjónustunnar Höfn upp á 95 milljónir var tekið. Næturlokun vantaði Framkvæmdirnar voru að einhverju leyti flóknar en í dómi héraðsdóms er það rakið að árið 2011 hafi húsfundur húsfélagsins rætt glugga á framhlið hússins, sem voru hluti af framkvæmdunum. Kom þar fram að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á öðrum fundi sama ár kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væri víða á milli glugga og steons og rakamyndun undir sólbekk. Tekið var fram að athugasemdalistinn hafi ekki verið tæmandi. Árið 2013 leitaðu húsfélagið sér aðstoðar lögmanns til þess að krefjast úrbóta á framkvæmdunum en meðal annars var kvartað yfir því að næturlokanir hafi vantað á glugga, gluggarnir hafi auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Fór það svo að lokum að málið fór fyrir dóm og stefndi húsfélagið verkatakfyrirtækinu sem og verkfræðistofunni. Verktakinn bæri ábyrgð á hafa selt glugga sem stæðust ekki kröfur Taldi húsfélagið að verktafyrirtækið bæri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá hélt húsfélagið því fram að Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bæri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila. Taldi húsfélagið einnig að ráðgjöf og eftirlit verkfræðistofunnar hafi verið verulega ábótavant. Alls krafðist húsfélagið 34 milljóna króna í bætur frá verktakanum og átta milljóna króna frá verkfræðistofunni. Ekki í samræmi við kröfur Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp af dómara ásamt tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, segir að húsfélagið hafi sýnt fram á að frágangur og ísetning, sem og þétting og næturlokanir í gluggum sem verktakafyrirtækið sá um hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrara framkvæmdar. Að auki féllst dómurinn á það að verkfræðistofan hefði ekki unnið í samræmi við samning sem gerður var við húsfélagið og ætti húsfélagið því rétt á afslætti vegna vinnu verkfræðistofunnar. Alls þarf verktakafyrirtækið að greiða húsfélaginu 34 milljónir en verkfræðistofan 3,2 milljónir vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. THG Arkitektar ehf. voru fengnir til verksins. Í skýrslu þeirra kom fram að húsið þarfnaðist töluverðra viðgerða. Samþykkti húsfélagið að leita tilboða í utanhúsviðgerðir á grundvelli ástandskýrslunnar, sem talið var nauðsynlegt að fara í. THG sá um að leita tilboða í verkið og fór svo að tilboði Múr- og málningarþjónustunnar Höfn upp á 95 milljónir var tekið. Næturlokun vantaði Framkvæmdirnar voru að einhverju leyti flóknar en í dómi héraðsdóms er það rakið að árið 2011 hafi húsfundur húsfélagsins rætt glugga á framhlið hússins, sem voru hluti af framkvæmdunum. Kom þar fram að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á öðrum fundi sama ár kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væri víða á milli glugga og steons og rakamyndun undir sólbekk. Tekið var fram að athugasemdalistinn hafi ekki verið tæmandi. Árið 2013 leitaðu húsfélagið sér aðstoðar lögmanns til þess að krefjast úrbóta á framkvæmdunum en meðal annars var kvartað yfir því að næturlokanir hafi vantað á glugga, gluggarnir hafi auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Fór það svo að lokum að málið fór fyrir dóm og stefndi húsfélagið verkatakfyrirtækinu sem og verkfræðistofunni. Verktakinn bæri ábyrgð á hafa selt glugga sem stæðust ekki kröfur Taldi húsfélagið að verktafyrirtækið bæri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá hélt húsfélagið því fram að Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bæri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila. Taldi húsfélagið einnig að ráðgjöf og eftirlit verkfræðistofunnar hafi verið verulega ábótavant. Alls krafðist húsfélagið 34 milljóna króna í bætur frá verktakanum og átta milljóna króna frá verkfræðistofunni. Ekki í samræmi við kröfur Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp af dómara ásamt tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, segir að húsfélagið hafi sýnt fram á að frágangur og ísetning, sem og þétting og næturlokanir í gluggum sem verktakafyrirtækið sá um hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrara framkvæmdar. Að auki féllst dómurinn á það að verkfræðistofan hefði ekki unnið í samræmi við samning sem gerður var við húsfélagið og ætti húsfélagið því rétt á afslætti vegna vinnu verkfræðistofunnar. Alls þarf verktakafyrirtækið að greiða húsfélaginu 34 milljónir en verkfræðistofan 3,2 milljónir vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira