Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 19:12 Starfsmenn FBI við hús í Washington sem sagt er tengjast rússneska auðjöfrinum Oleg Deripaska. AP/Manuel Balce Ceneta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) leituðu í dag í húsum í Washington DC og New York sem sögð eru tengjast rússneska auðjöfrinum Oleg Deripaska. Atlagan tengist rannsókn FBI en yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt Deripaska refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Deripaska er mjög auðugur og náinn Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Hann og nokkrir aðrir rússneskir auðkýfingar voru beittir refsiaðgerðum. Deripsaka reyndi þó að losna undan aðgerðunum með dómsmáli í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Alríkisdómari komst þó að þeirri niðurstöðu að aðgerðir fjármálaráðuneytisins ættu rétt á sér og auðjöfurinn hefði ekki fært rök fyrir máli sínu. Oleg Deripaska var beittur refsiaðgerðum vegna aðkomu hans að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.AP/Alexander Zemlianichenko Washington Post hefur eftir talskonu Deripaska að aðgerðirnar tengist refsiaðgerðunum. Hún segir einnig að auðjöfurinn eigi húsin ekki heldur ættingjar hans. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Deripaska átti meirihluta í álfyrirtækinu Rusal, einu stærsta álfyrirtækja heims. Hann lét þó af stjórn sinni svo Bandaríkin felldu niður refsiaðgerðir gegn því. Í frétt Bloomberg er vitnað í skýrslu sem gerð var fyrr á árinu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Deripsaka stjórnaði í raun enn Rusal. Hann notaði eigur fyrirtækisins og starfsmenn í bæði sinn hag og hag rússneskra yfirvalda. Bandaríkin Rússland Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Deripaska er mjög auðugur og náinn Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Hann og nokkrir aðrir rússneskir auðkýfingar voru beittir refsiaðgerðum. Deripsaka reyndi þó að losna undan aðgerðunum með dómsmáli í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Alríkisdómari komst þó að þeirri niðurstöðu að aðgerðir fjármálaráðuneytisins ættu rétt á sér og auðjöfurinn hefði ekki fært rök fyrir máli sínu. Oleg Deripaska var beittur refsiaðgerðum vegna aðkomu hans að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.AP/Alexander Zemlianichenko Washington Post hefur eftir talskonu Deripaska að aðgerðirnar tengist refsiaðgerðunum. Hún segir einnig að auðjöfurinn eigi húsin ekki heldur ættingjar hans. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Deripaska átti meirihluta í álfyrirtækinu Rusal, einu stærsta álfyrirtækja heims. Hann lét þó af stjórn sinni svo Bandaríkin felldu niður refsiaðgerðir gegn því. Í frétt Bloomberg er vitnað í skýrslu sem gerð var fyrr á árinu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Deripsaka stjórnaði í raun enn Rusal. Hann notaði eigur fyrirtækisins og starfsmenn í bæði sinn hag og hag rússneskra yfirvalda.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira