Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2021 22:22 Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Þar hefur hann átt lögheimili alla sína tíð. Einar Árnason Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Steingrím í heyskap á Gunnarsstöðum en eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt. Steingrímur á traktornum. Æskuheimilið á Gunnarsstöðum í baksýn.Einar Árnason „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Hér segist hann ætla að vera með annan fótinn nú þegar stjórnmálaferlinum er lokið og sinna gamla íbúðarhúsinu og jörðinni. „Við erum hérna með smáæðarvarp sem við erum að reyna að koma upp. Þannig að ég er með næg verkefni, skal ég segja ykkur. Og verð því óskaplega feginn að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt.“ Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason Og þegar hann sýnir okkur heiðarbýlið Hávarðsstaði, þar sem langafi hans bjó, segir hann okkur að forfeður hans veiddu álftir og átu. „Álftin var mikilvæg kjötuppspretta á þessum bæjum sem áttu land að heiðinni. Því það var hægt að fara og veiða hana á sumrin. Hún var bara höggvin niður og söltuð í tunnur, rétt eins og lambakjöt,“ segir Steingrímur, sem er viðmælandi þáttarins Um land allt, um mannlíf í Þistilfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Svalbarðshreppur Landbúnaður Um land allt Fuglar Matur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32 Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Steingrím í heyskap á Gunnarsstöðum en eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt. Steingrímur á traktornum. Æskuheimilið á Gunnarsstöðum í baksýn.Einar Árnason „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Hér segist hann ætla að vera með annan fótinn nú þegar stjórnmálaferlinum er lokið og sinna gamla íbúðarhúsinu og jörðinni. „Við erum hérna með smáæðarvarp sem við erum að reyna að koma upp. Þannig að ég er með næg verkefni, skal ég segja ykkur. Og verð því óskaplega feginn að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt.“ Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason Og þegar hann sýnir okkur heiðarbýlið Hávarðsstaði, þar sem langafi hans bjó, segir hann okkur að forfeður hans veiddu álftir og átu. „Álftin var mikilvæg kjötuppspretta á þessum bæjum sem áttu land að heiðinni. Því það var hægt að fara og veiða hana á sumrin. Hún var bara höggvin niður og söltuð í tunnur, rétt eins og lambakjöt,“ segir Steingrímur, sem er viðmælandi þáttarins Um land allt, um mannlíf í Þistilfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Svalbarðshreppur Landbúnaður Um land allt Fuglar Matur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32 Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32
Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35