Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða. Vísir/Egill Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira