Innlent

Ræninginn í Apótekaranum fundinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ránið var framið í Apótekaranum við Vallakór í dag.
Ránið var framið í Apótekaranum við Vallakór í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan hefur haft hendur í hári manns sem framdi vopnað rán í Apótekaranum við Vallakór í Kópavogi uppúr klukkan 13 í dag. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn réðist inn í apótekið vopnaður dúkahnífi og flúði vettvang, með lyfin sem hann hafði á brott með sér. Hann var með svart buff fyrir vitum sér og svarta húfu, en var handtekinn nú síðdegis. Maðurinn hafði á brott með sér lyf eftir að hafa ógnað starfsfólki Apótekarans. Á flóttanum hljóp hann niður vegfaranda og missti eitthvað af lyfjunum við það, en ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikið magn var um að ræða. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.