Innlent

Rændi apótek vopnaður dúkahníf og er á flótta undan lögreglu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Frá vettvangi í Kórahverfinu í dag.
Frá vettvangi í Kórahverfinu í dag. Vísir/Vilhelm

Vopnað rán var framið í Apótekaranum við Vallakór í Kópavogi um klukkan hálf eitt í dag. Karlmaður ógnaði starfsfólki með dúkahníf og krafðist þess að fá afhent lyf.

Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 

Maðurinn flúði vettvang með lyf í fórum sínum og er hann enn ófundinn. Engan sakaði í ráninu en starfsfólki var eðlilega mjög brugðið.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn var klæddur í svarta 66°Norður úlpu, með svarta húfu og buff fyrir andlitinu. 

Þau sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Uppfært 16:30: Maðrinn er fundinn.

Opið var fyrir viðskiptavini í Apótekaranum klukkan 14:20 þegar ljósmyndari Vísis átti leið þar hjá.Vísir/Vilhelm

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:36 með tilkynningu lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.