Ívar Páll Bjartmarsson slökkvliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að greiðlega hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins. Maður hafi verið í húsinu sem stendur við Bakkabraut 7 en hann komist út af sjálfsdáðum, ómeiddur.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að húsið sé gamalt og einangrað með heyi.
„Nokkrar skemmdir eru af völdum elds, vatns og reyks. Rannsókn eldsupptaka stendur yfir en grunur beinist að rafbúnaði ljóss í húsinu.“