Ráðherra á glæsilegri hrútasýningu á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 20:05 Stína kokkur sýndi góð tilþrif í þuklinu á hrútasýninigunni í reiðhöllinni á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsileg tilþrif sáust í hrútaþukli í gær í reiðhöllinni á Flúðum þar sem hrútasýning Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna fór fram. Ráðherra í ríkisstjórninni fékk meira að segja kennslu í þukli. Rollubingóið vakti líka mikla athygli. Það var góð aðsókn að hrútasýningunni í reiðhöllinni enda mikið um góða fjárbændur og fallegt fé í Hrunamannahreppi. Dómarar dæmdu féð með því að þukla háls og herðar, bak og læri, ásamt því að meta ullina og samræmi gripsins. „Já, við erum hérna með rollubingó, sem snýst aðallega um að rollan er sett inn í ákveðna girðingu og ef hún skítur í reitinn sem þú átt þá færðu veglegan vinning. Það er mjög öflug sauðfjárrækt hér í sveitinn, mikil hefð og áhuginn alltaf að aukast og félagið okkar er sterkt og gott og það er góður andi í kringum sauðféð hérna í sveitinni,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps var mjög ánægður með hvað hrútasýningin tókst vel og var vel sótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra mætti á hrútasýninguna og fékk að þukla hrút. Jökull Helgason á Ósabakka byrjaði á því að leiðbeina ráðherranum enda langt síðan að ráðherrann þuklaði síðast hrút. „Þetta er bara hluti af lífinu í sveitinni og er skemmtilegt. Það er orðinn heilmikil stemming aftur fyrir íslensku sauðkindinni, sem betur fer út um allt og sýning, sem þessi er hluti af félagslífinu og góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var ánægður með hrútasýninguna á Flúðum og hvað áhuginn á íslensku sauðkindinni fer vaxandi. Hann þuklaði myndarlegan hrút á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðrir gestir sýningarinnar létu líka til sín taka í þuklinu eins og Stína kokkur á Flúðum eins og hún er alltaf kölluð en hún leitaði af djúsí vöðvum til að matreiða úr. „Já, ég var að leita af gæðum í lærum, hryggvöðvum og síðan tók ég náttúrlega aðeins undir þá hvernig að þeir væru að virka , þetta leit allt vel út,“ segir Stína hlægjandi. Og prestsfrúin í Hruna, Elín Una Jónsdóttir, stóð sig líka vel í þuklinu. „Þetta snýst um læri og bak og heildarbyggingu og bara að vera flottir. Ég hef reyndar ekkert vit á þessu, ég bara þukla, ég er góð í því,“ segir hún alsæl með hrútasýninguna. Elín Una Jónsdóttir, prestsfrú segist vera góð í að þukla hrúta enda stóð hún sig vel í því hlutverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Það var góð aðsókn að hrútasýningunni í reiðhöllinni enda mikið um góða fjárbændur og fallegt fé í Hrunamannahreppi. Dómarar dæmdu féð með því að þukla háls og herðar, bak og læri, ásamt því að meta ullina og samræmi gripsins. „Já, við erum hérna með rollubingó, sem snýst aðallega um að rollan er sett inn í ákveðna girðingu og ef hún skítur í reitinn sem þú átt þá færðu veglegan vinning. Það er mjög öflug sauðfjárrækt hér í sveitinn, mikil hefð og áhuginn alltaf að aukast og félagið okkar er sterkt og gott og það er góður andi í kringum sauðféð hérna í sveitinni,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps var mjög ánægður með hvað hrútasýningin tókst vel og var vel sótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra mætti á hrútasýninguna og fékk að þukla hrút. Jökull Helgason á Ósabakka byrjaði á því að leiðbeina ráðherranum enda langt síðan að ráðherrann þuklaði síðast hrút. „Þetta er bara hluti af lífinu í sveitinni og er skemmtilegt. Það er orðinn heilmikil stemming aftur fyrir íslensku sauðkindinni, sem betur fer út um allt og sýning, sem þessi er hluti af félagslífinu og góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var ánægður með hrútasýninguna á Flúðum og hvað áhuginn á íslensku sauðkindinni fer vaxandi. Hann þuklaði myndarlegan hrút á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðrir gestir sýningarinnar létu líka til sín taka í þuklinu eins og Stína kokkur á Flúðum eins og hún er alltaf kölluð en hún leitaði af djúsí vöðvum til að matreiða úr. „Já, ég var að leita af gæðum í lærum, hryggvöðvum og síðan tók ég náttúrlega aðeins undir þá hvernig að þeir væru að virka , þetta leit allt vel út,“ segir Stína hlægjandi. Og prestsfrúin í Hruna, Elín Una Jónsdóttir, stóð sig líka vel í þuklinu. „Þetta snýst um læri og bak og heildarbyggingu og bara að vera flottir. Ég hef reyndar ekkert vit á þessu, ég bara þukla, ég er góð í því,“ segir hún alsæl með hrútasýninguna. Elín Una Jónsdóttir, prestsfrú segist vera góð í að þukla hrúta enda stóð hún sig vel í því hlutverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira