Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 14:49 Víkingur varð bikarmeistari í þriðja skipti í sögu félagsins í gær. Vísir/Hulda Margrét Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni. Hanna Símonardóttir var um borð í vélinni og telur að flugstjórinn hafi haldið gríninu til streitu líklega í klukkutíma eða tvo. Flugstjórinn leiðrétti grínið ekki fyrr en við lendingu, stuðningsmönnum Víkings til mikillar ánægju. Flugstjórinn kvað dramatískt atvik hafa komið upp í bikarúrslitaleiknum og að þrír fótboltamenn Víkings hafi fengið rautt spjald í leiknum. Skagamenn hafi jafnað í kjölfarið og unnið 11-10 í vítaspyrnukeppni. Farþegar klöppuðu þá ýmist eða syrgðu. Síðar í fluginu leiðrétti flugstjórinn fyrri tilkynningu og sagði vítaspyrnukeppnina hafi farið 8-7, Skagamönnum í vil. Enn sátu aðdáendur Víkings eftir með sárt ennið. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko" „Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta alla ferðina,“ segir Hanna, en nettenging er almennt af skornum skammti um borð í flugvélum. Hanna segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið alveg gáttuð á framvindu leiksins enda mikill fótboltaaðdáandi sjálf. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko," segir Hanna létt í bragði. Hanna er mikil áhugakona um fótbolta. Í lendingu fór flugstjórinn yfir veðrið í Alicante eins og venja er, og sagði leikinn hafa endað með öðrum hætti en áður hafði verið tilkynnt. Flugstjórinn kvaðst vera Bliki, dálítið svekktur út í Víkingana, fyrir að hafa stolið af þeim titlinum. Leiknum hafi í raun lokið með sigri Víkinga 3-0. Að sögn Hönnu var klappað þegar raunveruleg úrslit bikarleiksins voru tilkynnt en Skagamenn um borð hafa ólíklega verið ánægðir. Hanna er mikill knattspyrnuunnandi, harður stuðningsmaður Liverpool á Englandi og Aftureldingar hér heima. Anton Ari sonur hennar er markvörður Breiðabliks og Magnús Már sonur hennar þjálfar karlalið Aftureldingar. Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Play Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29 Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Hanna Símonardóttir var um borð í vélinni og telur að flugstjórinn hafi haldið gríninu til streitu líklega í klukkutíma eða tvo. Flugstjórinn leiðrétti grínið ekki fyrr en við lendingu, stuðningsmönnum Víkings til mikillar ánægju. Flugstjórinn kvað dramatískt atvik hafa komið upp í bikarúrslitaleiknum og að þrír fótboltamenn Víkings hafi fengið rautt spjald í leiknum. Skagamenn hafi jafnað í kjölfarið og unnið 11-10 í vítaspyrnukeppni. Farþegar klöppuðu þá ýmist eða syrgðu. Síðar í fluginu leiðrétti flugstjórinn fyrri tilkynningu og sagði vítaspyrnukeppnina hafi farið 8-7, Skagamönnum í vil. Enn sátu aðdáendur Víkings eftir með sárt ennið. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko" „Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta alla ferðina,“ segir Hanna, en nettenging er almennt af skornum skammti um borð í flugvélum. Hanna segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið alveg gáttuð á framvindu leiksins enda mikill fótboltaaðdáandi sjálf. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko," segir Hanna létt í bragði. Hanna er mikil áhugakona um fótbolta. Í lendingu fór flugstjórinn yfir veðrið í Alicante eins og venja er, og sagði leikinn hafa endað með öðrum hætti en áður hafði verið tilkynnt. Flugstjórinn kvaðst vera Bliki, dálítið svekktur út í Víkingana, fyrir að hafa stolið af þeim titlinum. Leiknum hafi í raun lokið með sigri Víkinga 3-0. Að sögn Hönnu var klappað þegar raunveruleg úrslit bikarleiksins voru tilkynnt en Skagamenn um borð hafa ólíklega verið ánægðir. Hanna er mikill knattspyrnuunnandi, harður stuðningsmaður Liverpool á Englandi og Aftureldingar hér heima. Anton Ari sonur hennar er markvörður Breiðabliks og Magnús Már sonur hennar þjálfar karlalið Aftureldingar.
Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Play Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29 Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29