Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir er fréttaþulur kvöldsins.
Edda Andrésdóttir er fréttaþulur kvöldsins.

Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall. Við ræðum við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún túlkar árásina sem aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum.

Þá ræðum við við þingmenn stjórnarandstöðu um tilslakanir á samkomutakmörkunum sem nú virðast í kortunum - og leitum viðbragða við því hversu mikið vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa við ákvörðun stjórnvalda. 

Við tökum einnig stöðuna á fjöldamorði í Kongsberg í Noregi en lögregla þar í landi birti í dag nöfn og myndir af þeim sem létust í árásinni. Þá leitum við skýringa á tómum hillum á lagernum í IKEA, verðum í beinni útsendingu frá sigurfögnuði nýrra bikarmeistara Víkings og okkar maður Magnús Hlynur heimsækir eina afkastamestu prjónakonu landsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.