Innlent

Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Komið gæti til rýminga á Seyðisfirði í byrjun næstu viku.
Komið gæti til rýminga á Seyðisfirði í byrjun næstu viku. Vísir/Egill

Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Búist er við mikilli úrkomu á Austfjörðum aðfaranótt mánudags og fram á miðvikudagsmorgunn. Aukin ákefð er í spánni upp úr hádegi á mánudag og helst hún fram á hádegi á þriðjudag. Þá má búast við hvassri austan eða norðaustanátt. 

„Uppsöfnuð úrkoma gæti orðið 100-200 mm. Af þessum sökum gæti komið til rýmingar í húsum undir Botnabrún á Seyðisfirði einkum í nágrenni við stóra skriðusárið. Ekki er orðið ljóst hversu viðamikil sú rýming yrði og verður tekin ákvörðun um framhaldið um miðjan dag næstkomandi sunnudag,“ segir í tilkynningunni frá Almannavörnum. 

Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspá og fréttatilkynningum á sunnudag. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.