Innlent

Tré lífsins fær grænt ljós á bálstofu í Garðabæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umrætt lóð er rauðmerkt á myndinni.
Umrætt lóð er rauðmerkt á myndinni. Tré lífsins

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt Tré Lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Áður hafði grænt ljós fengist frá Garðabæ.

Bálstofa Trés Lífsins verður önnur bálstofa sem reist verður hér á landi en fyrir er bálstofa við Fossvogskirkju sem hefur verið starfrækt í 73 ár.

Í tilkynningu frá Tré Lífsins segir að það starfi óháð trúar- og lífsskoðunarfélögum og þjónusta þess verði öllum opin.

Aðstaða Tré Lífsins í Rjúpnadal verður um 1500 fermetrar að stærð og mun hýsa athafnarrými, kyrrðarrými og kveðjurými auk bálstofunnar. Í minningargarðinum verður hægt að gróðursetja ösku ásamt trjám sem vaxa munu upp til minningar um ástvini sem fallnir eru frá.

„Samþykki Sýslumanns er stór áfangi í verkefni sem miðar að því að skapa nútímalega og umhverfisvæna aðstöðu sem verður bylting frá núverandi fyrirkomulagi,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Kapphlaup um nýja bálstofu í uppsiglingu

Kapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og einkaaðila um byggingu nýrrar bálstofu. Forstjóri kirkjugarðana telur aðeins pláss fyrir eina bálstofu í landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.