„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 12:21 Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. Fyrir fund hans og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, í dag svaraði Bjarni spurningu um hvort línurnar væru farnar að skýrast játandi. „Þetta er svona smám saman að takast hjá okkur að fara í gegnum hvert mál á eftir öðru. Það er þannig sem við gerum þetta en það er voða lítið hægt að segja efnislega um mál.“ Hann vildi ekki tala um hvað bæri helst í milli í viðræðunum. „Við erum að vinna vinnuna okkar. Fólk verður að sýna því skilning að við gerum það ekki fyrir opnum tjöldum,“ sagði Bjarni. Hann sagðist vongóður um að viðræðurnar myndu takast. Hann hefði góða reynslu af því að starfa með Katrínu og Sigurði Inga. „Við höfum fundið lausnir á allskonar flóknum málum og farið í gegnum heimsfaraldur saman, þannig að við eigum nú að geta fundið góðar lausnir,“ sagði Bjarni. Hann sagði þó ljóst að næstu fjögur ár yrðu allt öðruvísi en síðustu fjögur. „Þess vegna þarf að draga upp þá framtíðarsýn sem tíminn í dag kallar á.“ Hann sagði horft til þess að viðræðurnar þyrftu að vera búnar þegar hægt væri að kalla þing saman. Því þurfi að nýta næstu tvær vikur vel. Aðspurður um væntanlegar afléttingar á sóttvarnarreglum sagði Bjarni að lítið hefði verið rætt um þau mál hingað til. Hann væri þó þeirrar skoðunar að komið væri að því að skoða frekari afléttingar. „Við finnum það líka bara á fólki. Fólk sýnir það í verki að það hefur minni áhyggjur af stöðunni. Um leið og allir vilja vera á varðbergi gagnvart, hvað eigum við að segja, viðnámsþróttinum í heilbrigðiskerfinu, þá hefur staðan gjörbreyst eftir að við náðum svona mikilli útbreiðslu bólusetningar,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki vera á þeim buxunum að uppi væri hræðsluáróður um samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur. Það væri hins vegar farið gríðarlega varlega í afléttingar. „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða,“ sagði Bjarni. Hann benti á ríki þar sem búið er að fella niður allar samkomutakmarkanir, eins og í Danmörku, og að það virtist ekki hafa komið í bakið á þeim. „Þeir sem hafa verið að ferðast, þeir finna að andrúmsloftið, viðhorfið gagnvart veirunni, er allt annað í löndunum í kringum okkur en hefur lengi átt við hér heima, þar sem málin hafa verið í fréttum á daglegum grunni og svo framvegis. Þessi umræða er ekki að eiga sér stað í nágrannalöndunum með neinum viðlíkum hætti,“ sagði Bjarni. Hann sagði tíma kominn til að taka næstu skref. Bjarni sagði réttast að byrja á að afnema takmarkanir innanlands og fara svo rólega í landamærin og fella niður aðgerðir þar. „Þetta er bara spurning um tímasetningar og ég vil sjá þetta gerast fyrr en síðar.“ Bjarni sagði að það yrði heimskulegt að læra ekki af reynslu annarra þjóða eins og Dana af Covid-19. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fyrir fund hans og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, í dag svaraði Bjarni spurningu um hvort línurnar væru farnar að skýrast játandi. „Þetta er svona smám saman að takast hjá okkur að fara í gegnum hvert mál á eftir öðru. Það er þannig sem við gerum þetta en það er voða lítið hægt að segja efnislega um mál.“ Hann vildi ekki tala um hvað bæri helst í milli í viðræðunum. „Við erum að vinna vinnuna okkar. Fólk verður að sýna því skilning að við gerum það ekki fyrir opnum tjöldum,“ sagði Bjarni. Hann sagðist vongóður um að viðræðurnar myndu takast. Hann hefði góða reynslu af því að starfa með Katrínu og Sigurði Inga. „Við höfum fundið lausnir á allskonar flóknum málum og farið í gegnum heimsfaraldur saman, þannig að við eigum nú að geta fundið góðar lausnir,“ sagði Bjarni. Hann sagði þó ljóst að næstu fjögur ár yrðu allt öðruvísi en síðustu fjögur. „Þess vegna þarf að draga upp þá framtíðarsýn sem tíminn í dag kallar á.“ Hann sagði horft til þess að viðræðurnar þyrftu að vera búnar þegar hægt væri að kalla þing saman. Því þurfi að nýta næstu tvær vikur vel. Aðspurður um væntanlegar afléttingar á sóttvarnarreglum sagði Bjarni að lítið hefði verið rætt um þau mál hingað til. Hann væri þó þeirrar skoðunar að komið væri að því að skoða frekari afléttingar. „Við finnum það líka bara á fólki. Fólk sýnir það í verki að það hefur minni áhyggjur af stöðunni. Um leið og allir vilja vera á varðbergi gagnvart, hvað eigum við að segja, viðnámsþróttinum í heilbrigðiskerfinu, þá hefur staðan gjörbreyst eftir að við náðum svona mikilli útbreiðslu bólusetningar,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki vera á þeim buxunum að uppi væri hræðsluáróður um samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur. Það væri hins vegar farið gríðarlega varlega í afléttingar. „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða,“ sagði Bjarni. Hann benti á ríki þar sem búið er að fella niður allar samkomutakmarkanir, eins og í Danmörku, og að það virtist ekki hafa komið í bakið á þeim. „Þeir sem hafa verið að ferðast, þeir finna að andrúmsloftið, viðhorfið gagnvart veirunni, er allt annað í löndunum í kringum okkur en hefur lengi átt við hér heima, þar sem málin hafa verið í fréttum á daglegum grunni og svo framvegis. Þessi umræða er ekki að eiga sér stað í nágrannalöndunum með neinum viðlíkum hætti,“ sagði Bjarni. Hann sagði tíma kominn til að taka næstu skref. Bjarni sagði réttast að byrja á að afnema takmarkanir innanlands og fara svo rólega í landamærin og fella niður aðgerðir þar. „Þetta er bara spurning um tímasetningar og ég vil sjá þetta gerast fyrr en síðar.“ Bjarni sagði að það yrði heimskulegt að læra ekki af reynslu annarra þjóða eins og Dana af Covid-19.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11
Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08
62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51