Austan og norðaustan 8 til 15 á morgun en hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 5 stig en dálítil él og hiti í kringum frostmark Norðan- og Austanlands.
Hugleiðingar veðurfræðings frá því á miðnætti:
Minnkandi vestanátt í dag, smáskúrir og frekar milt á landinu, en norðaustlæg átt fyrir norðan í kvöld með éljum og kólnandi veðri.
Austan- og norðaustanátt á morgun, víða kaldi eða stinningskaldi en hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi. Stöku él og hiti kringum frostmark norðan- og austanlands, annars rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 5 stig.
Og á sunnudag er útlit fyrir að herði á vindi og bæti í úrkomu sunnan- og vestantil á landinu.
Veðurhorfur næstu daga:
Á laugardag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en hægari NA-til. Rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 5 stig, en dálítil él og hiti kringum frostmark á N- og A-landi.
Á sunnudag:
Austan og norðaustan 10-18 með slyddu eða snjókomu, en rigningu SV-lands síðdegis. Talsvert hægari vindur og úrkomulítið um landið NA-vert, hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Hvöss austanátt og rigning eða slydda. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á þriðjudag:
Stíf norðaustanátt. Úrkomulítið V-lands, annars rigning eða slydda en snjókoma á N-landi. Heldur kólnandi.
Á miðvikudag:
Norðaustanátt og él, en léttskýjað SV-til. Frost um mest allt land.
Á fimmtudag:
Norðvestlæg átt, úrkomulítið og áfram kalt í veðri.