Innlent

Íbúar á Hlíð aftur í sóttkví

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
visir-img
Foto: AKUREYRI/Tryggvi Páll

Íbúar á Víðihlíð eru nú komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá starfsmanni í dag, fimmtudag. Íbúar á Víðihlíð þurftu síðast að fara í sóttkví fyrir tveimur vikum síðast.

Talsverður fjöldi Covid-smitaðra einstaklinga hefur verið í einangrun á Norðurlandi eystra síðustu vikurnar en allt að 1300 manns voru í sóttkví á tímabili.

Víðihlíð er eitt heimila Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð á Akureyri en þar búa sextán íbúar. Lokað er fyrir allar heimsóknir á meðan sóttkví stendur eða til og með 17. október. 

Í tilkynningu á vef Hlíðar segir að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð fyrr í kvöld og að fyrirmælum rakningarteymisins verði fylgt til í hvívetna.

Íbúar Víðihlíðar þurftu að fara í sóttkví fyrir tveimur vikum síðan. Enn sem komið er hefur enginn íbúi á Hlíð smitast í faraldrinum.

Aðgerðirnar hafa ekki áhrif á starfsemi annarra heimila Heilsuverndar hjúkrunarheimila en í tilkynningu Hlíðar segir að mælst sé til þess að draga úr tíðni heimsókna á heimilin.


Tengdar fréttir

Íbúar á Hlíð í sóttkví

Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð á Akureyri eru nú komnir í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn í gær, föstudag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.