„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2021 20:20 Ólafur Ragnar Grímsson í Hörpu í dag. Vísir/Egill Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. Hringborðið var sett í dag og er það fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni Norðurslóða síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins. Leiðtogar þjóða, fyrirtækja, umhverfissamtaka, vísindastofnana o.fl. munu flytja ræður í Hörpunni. Sturgeon vakti lukku með athyglisverðri staðreynd Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands var á meðal þeirra sem héldu erindi í dag og vakti það nokkra lukku þegar hún sagði að styttra væri frá N-Skotlandi til Norðurheimskautsins en til London. Þá hlaut yfirlýsing Naaja Nathanielsen, ráðherra í ríkisstjórn Grænlands, mikið lófaklapp þegar hún tilkynnti að Grænlendingar hyggðust ekki nýta olíu- og gasauðlindir sem þar kunna að finnast. Dorrit Moussaieff var að sjálfsögðu mætt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sat við hlið hennar í Hörpu í dag.Vísir/Egill „Það hafa margar yfirlýsingar komið fram hér í dag sem sæta miklum tíðindum. Hvort sem það er þessi stefnumótun Skotlands sem að er líka mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga og þáttaskilin sem eru að verða í Grænlandi eru slík að það verður meginverkefni okkar Íslendinga á næstu árum að taka þátt í því með Grænlendingum, færa okkur saman yfir í þessa nýju veröld,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðins í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Sagði Ólafur Ragnar að Ísland væri að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin kemur saman til að ræða norðurslóðir. Þetta sæist til dæmis í góðri mætingu af hálfu embættismanna Bandaríkjastjórnar. „Svo fannst mér líka skipta máli þessar ræður og svör fulltrúa Bandaríkjanna sem að hér voru. Það sýndi okkur að það hafa orðið ákveðin þáttaskil í Washington með nýrri ríkisstjórn. Hér voru allir helstu fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar ásamt öflugum öldungardeildarþingmönnum. Þannig að dagurinn í dag að heimsmyndin er að breytast og Ísland er að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin vill koma saman og ræða norðurslóðir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma“ Ræðu Sturgeon var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún var síðasta stefnumótandi ræðan sem forsætisráðherra Skotlands flutti í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Þing Hringborðs Norðurslóða er af mörgum þátttakendum nýtt sem undirbúningur undir COP26 fundinn í Glasgow. Heimir Már spurði Ólaf Ragnar hver skilaboðin yrðu frá Hringborðinu inn á hið mikilvæga þing. Ólafur Ragnar var afar ánægður með bandarísku sendinefndina, sem sést hér upp á sviði með forsetanum fyrrverandi.Vísir/Egill „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma. Ísinn er að bráðna, jöklarnir eru að bráðna. Veðurfarið á jörðinni eru að breytast. Þeir sem ekki átta sig á því að norðurslóðir eru vitnisburður um það hvað er í húfi, þeim er eiginlega ekki viðbjargandi. Þannig að skilaboðin héðan til Glasgow eru: Nú er síðasti séns, kæru vinir til þess að sýna alvarlegar aðgerðir.“ Norðurslóðir Loftslagsmál Umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson COP26 Tengdar fréttir Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hringborðið var sett í dag og er það fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni Norðurslóða síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins. Leiðtogar þjóða, fyrirtækja, umhverfissamtaka, vísindastofnana o.fl. munu flytja ræður í Hörpunni. Sturgeon vakti lukku með athyglisverðri staðreynd Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands var á meðal þeirra sem héldu erindi í dag og vakti það nokkra lukku þegar hún sagði að styttra væri frá N-Skotlandi til Norðurheimskautsins en til London. Þá hlaut yfirlýsing Naaja Nathanielsen, ráðherra í ríkisstjórn Grænlands, mikið lófaklapp þegar hún tilkynnti að Grænlendingar hyggðust ekki nýta olíu- og gasauðlindir sem þar kunna að finnast. Dorrit Moussaieff var að sjálfsögðu mætt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sat við hlið hennar í Hörpu í dag.Vísir/Egill „Það hafa margar yfirlýsingar komið fram hér í dag sem sæta miklum tíðindum. Hvort sem það er þessi stefnumótun Skotlands sem að er líka mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga og þáttaskilin sem eru að verða í Grænlandi eru slík að það verður meginverkefni okkar Íslendinga á næstu árum að taka þátt í því með Grænlendingum, færa okkur saman yfir í þessa nýju veröld,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðins í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Sagði Ólafur Ragnar að Ísland væri að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin kemur saman til að ræða norðurslóðir. Þetta sæist til dæmis í góðri mætingu af hálfu embættismanna Bandaríkjastjórnar. „Svo fannst mér líka skipta máli þessar ræður og svör fulltrúa Bandaríkjanna sem að hér voru. Það sýndi okkur að það hafa orðið ákveðin þáttaskil í Washington með nýrri ríkisstjórn. Hér voru allir helstu fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar ásamt öflugum öldungardeildarþingmönnum. Þannig að dagurinn í dag að heimsmyndin er að breytast og Ísland er að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin vill koma saman og ræða norðurslóðir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma“ Ræðu Sturgeon var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún var síðasta stefnumótandi ræðan sem forsætisráðherra Skotlands flutti í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Þing Hringborðs Norðurslóða er af mörgum þátttakendum nýtt sem undirbúningur undir COP26 fundinn í Glasgow. Heimir Már spurði Ólaf Ragnar hver skilaboðin yrðu frá Hringborðinu inn á hið mikilvæga þing. Ólafur Ragnar var afar ánægður með bandarísku sendinefndina, sem sést hér upp á sviði með forsetanum fyrrverandi.Vísir/Egill „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma. Ísinn er að bráðna, jöklarnir eru að bráðna. Veðurfarið á jörðinni eru að breytast. Þeir sem ekki átta sig á því að norðurslóðir eru vitnisburður um það hvað er í húfi, þeim er eiginlega ekki viðbjargandi. Þannig að skilaboðin héðan til Glasgow eru: Nú er síðasti séns, kæru vinir til þess að sýna alvarlegar aðgerðir.“
Norðurslóðir Loftslagsmál Umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson COP26 Tengdar fréttir Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46
Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent