„Hún átti einhvern veginn ekki séns“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 10:41 Lára segir að Krabbameinsfélagið hafi reynst henni ótrúlega vel. Hún sagði Evu Laufey sögu sína í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Ísland í dag Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“