Foreldrar gagnrýna arkitekt og umsjónarmenn endurbóta og krefjast aðkomu að verkefninu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 09:02 Foreldrar eru afar ósáttir við hvernig haldið hefur verið á málunum. Vísir/Egill Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem finna má þær kröfur sem félagið kom á framfæri við borgarstjóra á fundi með fulltrúum allra árganga á þriðjudag. Fundinn sat einnig skólaráð skólans. Í tilkynningunni segir meðal annars að foreldrar krefjist þess að öllum börnum í skólanum verði kennt í Fossvoginum í síðasta lagi frá upphafi skólaárs 2022. „Frekari hreppaflutningar koma ekki til greina,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að rífa þurfi miðálmu skólans en í húsinu sé illviðráðanlegt rakavandamál og byggingin sé frá öllum hliðum séð úrelt sem skólahúsnæði. Endurhanna þurfi byggingar og endurhugsa. Foreldrar hafi verulegar og rökstuddar áhyggjur af færni, samstarfsvilja og afkastagetu núverandi arkitekts. Þá sé þess krafist að foreldrar eigi fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahópum verkefnisins. „Þeim starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafa frá Verkís, sem hafa ítrekað brugðist börnunum okkar undanfarin þrjú ár, verði skipt út. Fullkomið vantraust ríkir af hálfu foreldra til þessara manna sem hafa of lengi staðið fyrir vanefndum og villuljósum,“ segir í tilkynningunni. Tryggja þurfi að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar gangi ekki skemur í endurbótum en ráðleggingar EFLU kalli eftir. Þá er þess krafist að borgin veiti án tafar meiri aðstoð inn í skólastarfið og að upplýsingagjöf til foreldra og starfsmanna verði efld. Arkitektinn hafnar ásökununum Helga Gunnarsdóttir, arkitekt á teiknistofu Gunnars Hanssonar, hefur hafnað ásökunum foreldra um að hún eða stofan hafi valdið töfum á framkvæmdum. Fréttablaðið hafði eftir Karli Óskari Þráinssyni, formanni foreldrafélagsins, á þriðjudag að svo virtist sem Helga stjórnaði för í framkvæmdunum og tefði verkefnið. Helga sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið í dag að fleiri kæmu að ákvarðanatöku um til dæmis klæðningu hússins. „Það er búið að vanda vel til vinnunnar og margir komið þar að. Það eru byggingatæknifræðingar, við arkitektarnir á Teiknistofunni, Reykjavíkurborg og Efla og von mín að málið gangi hraðar fyrir sig núna.“ Tengd skjöl 211014_Frettatilkynning_frá_FFFPDF98KBSækja skjal Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Arkitektúr Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Í tilkynningunni segir meðal annars að foreldrar krefjist þess að öllum börnum í skólanum verði kennt í Fossvoginum í síðasta lagi frá upphafi skólaárs 2022. „Frekari hreppaflutningar koma ekki til greina,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að rífa þurfi miðálmu skólans en í húsinu sé illviðráðanlegt rakavandamál og byggingin sé frá öllum hliðum séð úrelt sem skólahúsnæði. Endurhanna þurfi byggingar og endurhugsa. Foreldrar hafi verulegar og rökstuddar áhyggjur af færni, samstarfsvilja og afkastagetu núverandi arkitekts. Þá sé þess krafist að foreldrar eigi fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahópum verkefnisins. „Þeim starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafa frá Verkís, sem hafa ítrekað brugðist börnunum okkar undanfarin þrjú ár, verði skipt út. Fullkomið vantraust ríkir af hálfu foreldra til þessara manna sem hafa of lengi staðið fyrir vanefndum og villuljósum,“ segir í tilkynningunni. Tryggja þurfi að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar gangi ekki skemur í endurbótum en ráðleggingar EFLU kalli eftir. Þá er þess krafist að borgin veiti án tafar meiri aðstoð inn í skólastarfið og að upplýsingagjöf til foreldra og starfsmanna verði efld. Arkitektinn hafnar ásökununum Helga Gunnarsdóttir, arkitekt á teiknistofu Gunnars Hanssonar, hefur hafnað ásökunum foreldra um að hún eða stofan hafi valdið töfum á framkvæmdum. Fréttablaðið hafði eftir Karli Óskari Þráinssyni, formanni foreldrafélagsins, á þriðjudag að svo virtist sem Helga stjórnaði för í framkvæmdunum og tefði verkefnið. Helga sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið í dag að fleiri kæmu að ákvarðanatöku um til dæmis klæðningu hússins. „Það er búið að vanda vel til vinnunnar og margir komið þar að. Það eru byggingatæknifræðingar, við arkitektarnir á Teiknistofunni, Reykjavíkurborg og Efla og von mín að málið gangi hraðar fyrir sig núna.“ Tengd skjöl 211014_Frettatilkynning_frá_FFFPDF98KBSækja skjal
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Arkitektúr Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira