Innlent

Markús heiðursdoktor við Háskóla Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Markús fyrir miðju á milli þeirra Jóns Atla Benediktssonar rektors og Guðna Th. Jóhannessyni.
Markús fyrir miðju á milli þeirra Jóns Atla Benediktssonar rektors og Guðna Th. Jóhannessyni. Hæstiréttur

Markús Sigurbjörnsson var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskóla Íslands þann 6. október. Greint er frá tíðindunum á vef Hæstaréttar.

Markús var hæstaréttardómari frá árinu 1994 til 2019 eða í ríflega 25 ár. Þá var hann forseti réttarins á árunum 2004 og 2005 og aftur á árunum 2012 til 2016 en enginn hefur gegnt því embætti lengur. Áður en Markús var skipaður hæstaréttardómari var hann prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Hann hefur ritað bækur og fræðigreinar á sviði réttarfars sem eru grundvöllur kennslu og fræðistarfa á því sviði. Einnig hefur hann komið að undirbúningi lagasetningar á sviði réttarfars og má þá helst nefna þær breytingar sem urðu á dómstólaskipaninni og réttarfari við aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds 1. júlí 1992.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.