Loftslagsmál vega þungt í stjórnarmyndunarviðræðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. október 2021 13:22 Katrín Jakobsdóttir gekk bjartsýn til fundarins í dag og sagði aðalverkefni næstu daga að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. vísir/vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar." Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar."
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira