Hannes ræðir ferilinn við BBC: Líklegra að vinna í lottóinu en að ná þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 09:01 Hannes Halldórsson fagnar hér góðum úrslitum á HM í Rússlandi 2018 umkringdur ljósmyndurrum alls staðar að úr heiminum. Getty/Lukasz Laskowski Hannes Þór Halldórsson er í flottu viðtali á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann fer yfir ferill sinn með Ciaran Varle. Hannes fer þar yfir það af hverju hann hætti í fótbolta eftir tvítugt en kom svo aftur, vann sér sæti í landsliðinu 28 ára gamall, var hluti af liðinu sem vann England í sextán liða úrslitum EM og varði síðan víti frá Lionel Messi á HM. The life story of Icelandic goalkeeper Hannes Thor Halldorsson sounds more like a script for a sports film..."It would make a bad script for a movie. People probably wouldn't believe it."#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2021 „Þetta yrði slæmt handrit fyrir kvikmynd,“ sagði Hannes Þór Halldórsson og bætti við: „Fólk myndi líklega ekki þykja þetta trúverðugt,“ sagði Hannes. Blaðamaður breska ríkisútvarpsins segir frá nýju kvikmyndinni Leynilögga, Cop Secret á ensku, sem hún kallar LGBTQ+ hasargrínmynd en þar kemur fram að myndin hafi fengið góða dóma og hafi nýverið verið sýnd á kvikmyndahátíðinni BFI Festival í London. Gamli þjálfarinn í KR fékk hann til að byrja aftur Hannes meiddist á öxl og hætti í fótboltanum til að einbeita sér að kvikmyndagerð. Það var hins vegar fyrrum þjálfari hans hjá KR sem hringdi í hann og fékk hann til að spila með Leikni í C-deildinni. „Ég var þá að vinna sem kvikmyndagerðarmaður og ákvað að sjá hvorum megin ég kæmist lengra. Hvorugur boltinn hætti síðan að rúlla,“ sagði Hannes. „Það er ótrúleg tilfinning að spila í stórum fótboltaleik en ég myndi segja að það væri svipuð tilfinning að sitja í bíósal og horfa á mynd sem þú hefur staðið að,“ sagði Hannes. Hannes segist hafa verið að brenna út árið 2013. „Það var ekki eðlilegt að vera aðalmarkvörður landsliðsins en þurfa að vera vinna á fullu með því,“ sagði Hannes. „Þegar ég náði loksins að verða atvinnumaður árið 2014 þá var ég ánægður að geta hvílt aðeins kvikmyndaferilinn. Ég spilaði erlendis í fimm til sex ár og ól börnin mín upp í fullt af löndum,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Aldrei verið eins gaman og þá Hannes fer líka yfir hápunktana á ferli sínum. „Það hefur aldrei verið eins gaman og á EM 2016. Þetta var eins og að vera á frábærum ferðamannastað með mörgum af þínum bestu vinum, í frábæru veðri og á fjögurra daga fresti spilaðir þú ótrúlegan leik,“ sagði Hannes. „Ef þú hugsar um draumastund fyrir markvörð þá væri það að verja víti frá Messi. Þegar ég var fyrst valinn í landsliðið þá setti ég mér það markmið að ná að spila fimmtíu landsleiki. Þessi leikur á móti Argentínu var númer fimmtíu,“ sagði Hannes. „Það er örugglega líklegra að vinna í lottóinu en að fara frá því að vera hættur í fótbolta til þess að verja víti frá besta leikmanni heims á HM,“ sagði Hannes. Það má lesa allt viðtalið hér. HM 2022 í Katar Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Hannes fer þar yfir það af hverju hann hætti í fótbolta eftir tvítugt en kom svo aftur, vann sér sæti í landsliðinu 28 ára gamall, var hluti af liðinu sem vann England í sextán liða úrslitum EM og varði síðan víti frá Lionel Messi á HM. The life story of Icelandic goalkeeper Hannes Thor Halldorsson sounds more like a script for a sports film..."It would make a bad script for a movie. People probably wouldn't believe it."#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2021 „Þetta yrði slæmt handrit fyrir kvikmynd,“ sagði Hannes Þór Halldórsson og bætti við: „Fólk myndi líklega ekki þykja þetta trúverðugt,“ sagði Hannes. Blaðamaður breska ríkisútvarpsins segir frá nýju kvikmyndinni Leynilögga, Cop Secret á ensku, sem hún kallar LGBTQ+ hasargrínmynd en þar kemur fram að myndin hafi fengið góða dóma og hafi nýverið verið sýnd á kvikmyndahátíðinni BFI Festival í London. Gamli þjálfarinn í KR fékk hann til að byrja aftur Hannes meiddist á öxl og hætti í fótboltanum til að einbeita sér að kvikmyndagerð. Það var hins vegar fyrrum þjálfari hans hjá KR sem hringdi í hann og fékk hann til að spila með Leikni í C-deildinni. „Ég var þá að vinna sem kvikmyndagerðarmaður og ákvað að sjá hvorum megin ég kæmist lengra. Hvorugur boltinn hætti síðan að rúlla,“ sagði Hannes. „Það er ótrúleg tilfinning að spila í stórum fótboltaleik en ég myndi segja að það væri svipuð tilfinning að sitja í bíósal og horfa á mynd sem þú hefur staðið að,“ sagði Hannes. Hannes segist hafa verið að brenna út árið 2013. „Það var ekki eðlilegt að vera aðalmarkvörður landsliðsins en þurfa að vera vinna á fullu með því,“ sagði Hannes. „Þegar ég náði loksins að verða atvinnumaður árið 2014 þá var ég ánægður að geta hvílt aðeins kvikmyndaferilinn. Ég spilaði erlendis í fimm til sex ár og ól börnin mín upp í fullt af löndum,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Aldrei verið eins gaman og þá Hannes fer líka yfir hápunktana á ferli sínum. „Það hefur aldrei verið eins gaman og á EM 2016. Þetta var eins og að vera á frábærum ferðamannastað með mörgum af þínum bestu vinum, í frábæru veðri og á fjögurra daga fresti spilaðir þú ótrúlegan leik,“ sagði Hannes. „Ef þú hugsar um draumastund fyrir markvörð þá væri það að verja víti frá Messi. Þegar ég var fyrst valinn í landsliðið þá setti ég mér það markmið að ná að spila fimmtíu landsleiki. Þessi leikur á móti Argentínu var númer fimmtíu,“ sagði Hannes. „Það er örugglega líklegra að vinna í lottóinu en að fara frá því að vera hættur í fótbolta til þess að verja víti frá besta leikmanni heims á HM,“ sagði Hannes. Það má lesa allt viðtalið hér.
HM 2022 í Katar Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira