Hannes ræðir ferilinn við BBC: Líklegra að vinna í lottóinu en að ná þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 09:01 Hannes Halldórsson fagnar hér góðum úrslitum á HM í Rússlandi 2018 umkringdur ljósmyndurrum alls staðar að úr heiminum. Getty/Lukasz Laskowski Hannes Þór Halldórsson er í flottu viðtali á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann fer yfir ferill sinn með Ciaran Varle. Hannes fer þar yfir það af hverju hann hætti í fótbolta eftir tvítugt en kom svo aftur, vann sér sæti í landsliðinu 28 ára gamall, var hluti af liðinu sem vann England í sextán liða úrslitum EM og varði síðan víti frá Lionel Messi á HM. The life story of Icelandic goalkeeper Hannes Thor Halldorsson sounds more like a script for a sports film..."It would make a bad script for a movie. People probably wouldn't believe it."#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2021 „Þetta yrði slæmt handrit fyrir kvikmynd,“ sagði Hannes Þór Halldórsson og bætti við: „Fólk myndi líklega ekki þykja þetta trúverðugt,“ sagði Hannes. Blaðamaður breska ríkisútvarpsins segir frá nýju kvikmyndinni Leynilögga, Cop Secret á ensku, sem hún kallar LGBTQ+ hasargrínmynd en þar kemur fram að myndin hafi fengið góða dóma og hafi nýverið verið sýnd á kvikmyndahátíðinni BFI Festival í London. Gamli þjálfarinn í KR fékk hann til að byrja aftur Hannes meiddist á öxl og hætti í fótboltanum til að einbeita sér að kvikmyndagerð. Það var hins vegar fyrrum þjálfari hans hjá KR sem hringdi í hann og fékk hann til að spila með Leikni í C-deildinni. „Ég var þá að vinna sem kvikmyndagerðarmaður og ákvað að sjá hvorum megin ég kæmist lengra. Hvorugur boltinn hætti síðan að rúlla,“ sagði Hannes. „Það er ótrúleg tilfinning að spila í stórum fótboltaleik en ég myndi segja að það væri svipuð tilfinning að sitja í bíósal og horfa á mynd sem þú hefur staðið að,“ sagði Hannes. Hannes segist hafa verið að brenna út árið 2013. „Það var ekki eðlilegt að vera aðalmarkvörður landsliðsins en þurfa að vera vinna á fullu með því,“ sagði Hannes. „Þegar ég náði loksins að verða atvinnumaður árið 2014 þá var ég ánægður að geta hvílt aðeins kvikmyndaferilinn. Ég spilaði erlendis í fimm til sex ár og ól börnin mín upp í fullt af löndum,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Aldrei verið eins gaman og þá Hannes fer líka yfir hápunktana á ferli sínum. „Það hefur aldrei verið eins gaman og á EM 2016. Þetta var eins og að vera á frábærum ferðamannastað með mörgum af þínum bestu vinum, í frábæru veðri og á fjögurra daga fresti spilaðir þú ótrúlegan leik,“ sagði Hannes. „Ef þú hugsar um draumastund fyrir markvörð þá væri það að verja víti frá Messi. Þegar ég var fyrst valinn í landsliðið þá setti ég mér það markmið að ná að spila fimmtíu landsleiki. Þessi leikur á móti Argentínu var númer fimmtíu,“ sagði Hannes. „Það er örugglega líklegra að vinna í lottóinu en að fara frá því að vera hættur í fótbolta til þess að verja víti frá besta leikmanni heims á HM,“ sagði Hannes. Það má lesa allt viðtalið hér. HM 2022 í Katar Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Sjá meira
Hannes fer þar yfir það af hverju hann hætti í fótbolta eftir tvítugt en kom svo aftur, vann sér sæti í landsliðinu 28 ára gamall, var hluti af liðinu sem vann England í sextán liða úrslitum EM og varði síðan víti frá Lionel Messi á HM. The life story of Icelandic goalkeeper Hannes Thor Halldorsson sounds more like a script for a sports film..."It would make a bad script for a movie. People probably wouldn't believe it."#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2021 „Þetta yrði slæmt handrit fyrir kvikmynd,“ sagði Hannes Þór Halldórsson og bætti við: „Fólk myndi líklega ekki þykja þetta trúverðugt,“ sagði Hannes. Blaðamaður breska ríkisútvarpsins segir frá nýju kvikmyndinni Leynilögga, Cop Secret á ensku, sem hún kallar LGBTQ+ hasargrínmynd en þar kemur fram að myndin hafi fengið góða dóma og hafi nýverið verið sýnd á kvikmyndahátíðinni BFI Festival í London. Gamli þjálfarinn í KR fékk hann til að byrja aftur Hannes meiddist á öxl og hætti í fótboltanum til að einbeita sér að kvikmyndagerð. Það var hins vegar fyrrum þjálfari hans hjá KR sem hringdi í hann og fékk hann til að spila með Leikni í C-deildinni. „Ég var þá að vinna sem kvikmyndagerðarmaður og ákvað að sjá hvorum megin ég kæmist lengra. Hvorugur boltinn hætti síðan að rúlla,“ sagði Hannes. „Það er ótrúleg tilfinning að spila í stórum fótboltaleik en ég myndi segja að það væri svipuð tilfinning að sitja í bíósal og horfa á mynd sem þú hefur staðið að,“ sagði Hannes. Hannes segist hafa verið að brenna út árið 2013. „Það var ekki eðlilegt að vera aðalmarkvörður landsliðsins en þurfa að vera vinna á fullu með því,“ sagði Hannes. „Þegar ég náði loksins að verða atvinnumaður árið 2014 þá var ég ánægður að geta hvílt aðeins kvikmyndaferilinn. Ég spilaði erlendis í fimm til sex ár og ól börnin mín upp í fullt af löndum,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Aldrei verið eins gaman og þá Hannes fer líka yfir hápunktana á ferli sínum. „Það hefur aldrei verið eins gaman og á EM 2016. Þetta var eins og að vera á frábærum ferðamannastað með mörgum af þínum bestu vinum, í frábæru veðri og á fjögurra daga fresti spilaðir þú ótrúlegan leik,“ sagði Hannes. „Ef þú hugsar um draumastund fyrir markvörð þá væri það að verja víti frá Messi. Þegar ég var fyrst valinn í landsliðið þá setti ég mér það markmið að ná að spila fimmtíu landsleiki. Þessi leikur á móti Argentínu var númer fimmtíu,“ sagði Hannes. „Það er örugglega líklegra að vinna í lottóinu en að fara frá því að vera hættur í fótbolta til þess að verja víti frá besta leikmanni heims á HM,“ sagði Hannes. Það má lesa allt viðtalið hér.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Sjá meira