Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 11. október 2021 11:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður næsti forsætisráðherra takist flokkunum að ná saman. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. Katrín mætti til fundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í morgun. Hún segir þau áfram ætla að hittast þrjú og gefa sér tíma til að fara yfir einstaka málaflokka. Sigurður Ingi sagði fyrir fundinn að meðal annars væri tekist á um orku- og loftslagsmál. Hann hafi hug á því að skipa nýjan innanviðaráðherra eða ráðherra skipulagsmála. „Við erum auðvitað að horfa á þetta heilstætt þegar við erum að ræða þetta við þrjú. Við erum að horfa á mögulegan tilflutning verkefna á milli ráðuneyta, erum ekki búin að lenda því endanlega. Við lendum því varla fyrr en undir lok þessara viðræðna,“ segir Katrín. Þau horfi meðal annars til Norðurlandanna varðandi það hvernig málaflokkum sé raðað þar niður á einstök ráðuneyti. Katrín var spurð hvort vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í ljósi þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefði aukist enn frekar með nýjum manni. Trufli ekki viðræðurnar „Það myndi ég ekki halda. Eins og ég hef sagt áður nálgumst við þetta verkefni sem jafningjar þótt prósentuhlutföll flokkanna séu mismunandi. Sé ekki að þetta eigi að hafa nein árhif á þær.“ Hún segist hafa séð þingmenn hætta áður í flokkum og byrja í öðrum, nokkuð greiðlega. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert. Auðvitað er það svolítið óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svo skömmu eftir kosningar eins og raun ber vitni.“ Skoðanir Birgis eru umdeildar, en hann er meðal annars efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum auk þess sem hann hefur talað gegn fóstureyðingum. Áfram ósammála mörgum skoðunum Sjálfstæðismanna „Birgir er ekki að óska eftir því að ganga í þingflokk Vinstri grænna. Ég hefði ekki átt von á því að hann gerði það. Þegar þrír flokkar ræða saman um stjórnarmyndum er afstaða tekin til málefnasamningsins á vettvangi flokksstofnana og þingflokka þeirra flokka. Hann kemur væntanlega sínum skoðunum á framfæri þar,“ segir Katrín. Spyrja yrði formann Sjálfstæðisflokksins að því hvort Birgir verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. „Við vitum að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að það verði þannig áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að í viðræðunum væri miðað við að Katrín yrði áfram forsætisráðherra. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Katrín mætti til fundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í morgun. Hún segir þau áfram ætla að hittast þrjú og gefa sér tíma til að fara yfir einstaka málaflokka. Sigurður Ingi sagði fyrir fundinn að meðal annars væri tekist á um orku- og loftslagsmál. Hann hafi hug á því að skipa nýjan innanviðaráðherra eða ráðherra skipulagsmála. „Við erum auðvitað að horfa á þetta heilstætt þegar við erum að ræða þetta við þrjú. Við erum að horfa á mögulegan tilflutning verkefna á milli ráðuneyta, erum ekki búin að lenda því endanlega. Við lendum því varla fyrr en undir lok þessara viðræðna,“ segir Katrín. Þau horfi meðal annars til Norðurlandanna varðandi það hvernig málaflokkum sé raðað þar niður á einstök ráðuneyti. Katrín var spurð hvort vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í ljósi þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefði aukist enn frekar með nýjum manni. Trufli ekki viðræðurnar „Það myndi ég ekki halda. Eins og ég hef sagt áður nálgumst við þetta verkefni sem jafningjar þótt prósentuhlutföll flokkanna séu mismunandi. Sé ekki að þetta eigi að hafa nein árhif á þær.“ Hún segist hafa séð þingmenn hætta áður í flokkum og byrja í öðrum, nokkuð greiðlega. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert. Auðvitað er það svolítið óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svo skömmu eftir kosningar eins og raun ber vitni.“ Skoðanir Birgis eru umdeildar, en hann er meðal annars efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum auk þess sem hann hefur talað gegn fóstureyðingum. Áfram ósammála mörgum skoðunum Sjálfstæðismanna „Birgir er ekki að óska eftir því að ganga í þingflokk Vinstri grænna. Ég hefði ekki átt von á því að hann gerði það. Þegar þrír flokkar ræða saman um stjórnarmyndum er afstaða tekin til málefnasamningsins á vettvangi flokksstofnana og þingflokka þeirra flokka. Hann kemur væntanlega sínum skoðunum á framfæri þar,“ segir Katrín. Spyrja yrði formann Sjálfstæðisflokksins að því hvort Birgir verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. „Við vitum að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að það verði þannig áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að í viðræðunum væri miðað við að Katrín yrði áfram forsætisráðherra.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40