Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 11. október 2021 11:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður næsti forsætisráðherra takist flokkunum að ná saman. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. Katrín mætti til fundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í morgun. Hún segir þau áfram ætla að hittast þrjú og gefa sér tíma til að fara yfir einstaka málaflokka. Sigurður Ingi sagði fyrir fundinn að meðal annars væri tekist á um orku- og loftslagsmál. Hann hafi hug á því að skipa nýjan innanviðaráðherra eða ráðherra skipulagsmála. „Við erum auðvitað að horfa á þetta heilstætt þegar við erum að ræða þetta við þrjú. Við erum að horfa á mögulegan tilflutning verkefna á milli ráðuneyta, erum ekki búin að lenda því endanlega. Við lendum því varla fyrr en undir lok þessara viðræðna,“ segir Katrín. Þau horfi meðal annars til Norðurlandanna varðandi það hvernig málaflokkum sé raðað þar niður á einstök ráðuneyti. Katrín var spurð hvort vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í ljósi þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefði aukist enn frekar með nýjum manni. Trufli ekki viðræðurnar „Það myndi ég ekki halda. Eins og ég hef sagt áður nálgumst við þetta verkefni sem jafningjar þótt prósentuhlutföll flokkanna séu mismunandi. Sé ekki að þetta eigi að hafa nein árhif á þær.“ Hún segist hafa séð þingmenn hætta áður í flokkum og byrja í öðrum, nokkuð greiðlega. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert. Auðvitað er það svolítið óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svo skömmu eftir kosningar eins og raun ber vitni.“ Skoðanir Birgis eru umdeildar, en hann er meðal annars efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum auk þess sem hann hefur talað gegn fóstureyðingum. Áfram ósammála mörgum skoðunum Sjálfstæðismanna „Birgir er ekki að óska eftir því að ganga í þingflokk Vinstri grænna. Ég hefði ekki átt von á því að hann gerði það. Þegar þrír flokkar ræða saman um stjórnarmyndum er afstaða tekin til málefnasamningsins á vettvangi flokksstofnana og þingflokka þeirra flokka. Hann kemur væntanlega sínum skoðunum á framfæri þar,“ segir Katrín. Spyrja yrði formann Sjálfstæðisflokksins að því hvort Birgir verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. „Við vitum að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að það verði þannig áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að í viðræðunum væri miðað við að Katrín yrði áfram forsætisráðherra. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Katrín mætti til fundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í morgun. Hún segir þau áfram ætla að hittast þrjú og gefa sér tíma til að fara yfir einstaka málaflokka. Sigurður Ingi sagði fyrir fundinn að meðal annars væri tekist á um orku- og loftslagsmál. Hann hafi hug á því að skipa nýjan innanviðaráðherra eða ráðherra skipulagsmála. „Við erum auðvitað að horfa á þetta heilstætt þegar við erum að ræða þetta við þrjú. Við erum að horfa á mögulegan tilflutning verkefna á milli ráðuneyta, erum ekki búin að lenda því endanlega. Við lendum því varla fyrr en undir lok þessara viðræðna,“ segir Katrín. Þau horfi meðal annars til Norðurlandanna varðandi það hvernig málaflokkum sé raðað þar niður á einstök ráðuneyti. Katrín var spurð hvort vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í ljósi þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefði aukist enn frekar með nýjum manni. Trufli ekki viðræðurnar „Það myndi ég ekki halda. Eins og ég hef sagt áður nálgumst við þetta verkefni sem jafningjar þótt prósentuhlutföll flokkanna séu mismunandi. Sé ekki að þetta eigi að hafa nein árhif á þær.“ Hún segist hafa séð þingmenn hætta áður í flokkum og byrja í öðrum, nokkuð greiðlega. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert. Auðvitað er það svolítið óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svo skömmu eftir kosningar eins og raun ber vitni.“ Skoðanir Birgis eru umdeildar, en hann er meðal annars efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum auk þess sem hann hefur talað gegn fóstureyðingum. Áfram ósammála mörgum skoðunum Sjálfstæðismanna „Birgir er ekki að óska eftir því að ganga í þingflokk Vinstri grænna. Ég hefði ekki átt von á því að hann gerði það. Þegar þrír flokkar ræða saman um stjórnarmyndum er afstaða tekin til málefnasamningsins á vettvangi flokksstofnana og þingflokka þeirra flokka. Hann kemur væntanlega sínum skoðunum á framfæri þar,“ segir Katrín. Spyrja yrði formann Sjálfstæðisflokksins að því hvort Birgir verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. „Við vitum að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að það verði þannig áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að í viðræðunum væri miðað við að Katrín yrði áfram forsætisráðherra.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40