Azpilicueta um sigurmark Mbappé: „Skjárinn er hérna til þess að nota hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 23:30 Cesar Aspilicueta ræðir við Anthony Taylor í leiknum í kvöld. Mike Hewitt/Getty Images Cesar Azpilicueta, varnarmaður Chelsea og spænska landsliðsins, segist ekki skilja af hverju dómari leiksins hafi ekki farið í skjáinn til að skoða sigurmark Kylian Mbappé þegar að Frakkland sigraði Spánverja 2-1 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. „Við vorum betra liðið þrátt fyrir að niðurstaðan segi annað,“ sagði Azpilicueta eftir leikinn. „Við erum svekktir og auðvitað hefðum við viljað enda þetta á annan hátt. En svona er fótboltinn og við munum læra af þessu.“ Kylian Mbappé skoraði sigurmark Frakka þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en hann var klárlega rangstæður þegar Theo Hernandez gaf boltann á hann. Ástæðan fyrir því að Mbappé var hins vegar ekki dæmdur rangstæður er sú að Eric Garcia, varnarmaður spænska landsliðsins, reyndi að komast inn í sendinguna. Garcia kom við boltann, og samkvæmt reglunum þá var Mbappé ekki lengur rangstæður þar sem að varnarmaður andstæðinganna kom viljandi við boltann. Azpilicueta segist ekki skilja af hverju Anthony Taylor, dómari leiksins, hafi ekki farið sjálfur í skjáinn góða til að meta þetta atvik. „Dómarinn er hérna til að taka ákvarðanir, en það sem ég er ósáttur við er að dómarinn sem tekur ákvörðunina er ekki Hr. Anthony Taylor, sem er á vellinum, heldur er það sá sem er í VAR-herberginu.“ „Skjárinn er hérna til þess að nota hann. Ég veit ekki af hverju hann fer ekki í skjáinn til að sjá þetta sjálfur og meta hvort að snertingin hafi verið viljandi eða ekki. Hann var augljóslega rangstæður og dómarinn sem situr uppi á skrifstofu að horfa á endursýningarnar segir að hann megi ekki snerta boltann.“ „Ég veit ekki af hverju dómarinn á vellinum sem skynjar leikinn getur ekki tekið ákvarðanir í skjánum.“ Are my eyes playing tricks on me or is Mbappé about a yard offside here? pic.twitter.com/C6PYeWWbb1— FootballJOE (@FootballJOE) October 10, 2021 Fótbolti Tengdar fréttir Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. 10. október 2021 20:42 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
„Við vorum betra liðið þrátt fyrir að niðurstaðan segi annað,“ sagði Azpilicueta eftir leikinn. „Við erum svekktir og auðvitað hefðum við viljað enda þetta á annan hátt. En svona er fótboltinn og við munum læra af þessu.“ Kylian Mbappé skoraði sigurmark Frakka þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en hann var klárlega rangstæður þegar Theo Hernandez gaf boltann á hann. Ástæðan fyrir því að Mbappé var hins vegar ekki dæmdur rangstæður er sú að Eric Garcia, varnarmaður spænska landsliðsins, reyndi að komast inn í sendinguna. Garcia kom við boltann, og samkvæmt reglunum þá var Mbappé ekki lengur rangstæður þar sem að varnarmaður andstæðinganna kom viljandi við boltann. Azpilicueta segist ekki skilja af hverju Anthony Taylor, dómari leiksins, hafi ekki farið sjálfur í skjáinn góða til að meta þetta atvik. „Dómarinn er hérna til að taka ákvarðanir, en það sem ég er ósáttur við er að dómarinn sem tekur ákvörðunina er ekki Hr. Anthony Taylor, sem er á vellinum, heldur er það sá sem er í VAR-herberginu.“ „Skjárinn er hérna til þess að nota hann. Ég veit ekki af hverju hann fer ekki í skjáinn til að sjá þetta sjálfur og meta hvort að snertingin hafi verið viljandi eða ekki. Hann var augljóslega rangstæður og dómarinn sem situr uppi á skrifstofu að horfa á endursýningarnar segir að hann megi ekki snerta boltann.“ „Ég veit ekki af hverju dómarinn á vellinum sem skynjar leikinn getur ekki tekið ákvarðanir í skjánum.“ Are my eyes playing tricks on me or is Mbappé about a yard offside here? pic.twitter.com/C6PYeWWbb1— FootballJOE (@FootballJOE) October 10, 2021
Fótbolti Tengdar fréttir Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. 10. október 2021 20:42 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. 10. október 2021 20:42