Leiðtogar ítalsks öfgaflokks handteknir á Covid-mótmælum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 16:03 Þúsundir mótmæltu græna passanum í Róm í gær. Getty/Antonio Masiello Tólf voru handteknir af ítölsku lögreglunni, þar á meðal leiðtogar hægri öfgaflokksins Forza Nuova, eftir að til átaka kom á mótmælum í Róm vegna hins svokallað græna Covid-passa. Ítalska ríkisstjórnin berst nú fyrir því að þingið samþykki tillögu um að allt vinnandi fólk þurfi að hafa svokallaðan grænan Covid-passa. Passarnir eru staðfesting á því að fólk hafi annað hvort verið bólusett fyrir kórónuveirunni, hafi fengið neikvætt á Covid-prófi nýlega eða hafi nýlega jafnað sig á smiti. Þegar passarnir voru fyrst kynntir þurfti fólk að sýna þá áður en það fór á ákveðna staði, til dæmis veitingastaði eða leikhús. Þúsundir leituðu á götur út í Róm í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar. Sumir reyndu að brjótast í gegn um múr brynklæddra lögregluþjóna og inn á skrifstofu Mario Draghis, forsætisráðherra Ítalíu, en aðrir brutust inn á skrifstofur stéttafélagsins CGIL. Þá reyndu tugir að brjótast inn á bráðamóttökuna á Policlinico Umberto spítalanum í Róm og þurftu heilbrigðisstarfsmenn að byrgja sig inni til að verjast mótmælendum. Verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt mun allt vinnandi fólk þurfa að sýna fram á að það sé annað hvort bólusett, hafi farið í kórónuveiruskimun og fengið neikvætt eða að það sé nýbúið að jafna sig af smiti. Fari fólk ekki eftir þessu eftir 15. október næstkomandi muni það vera sent í tímabundið launalaust leyfi þó ekki sé hægt að reka það. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Róm slösuðust 38 lögreglumenn í gær. Meira en áttatíu prósent Ítala yfir tólf ára aldri eru fullbólusettir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ítalía Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin berst nú fyrir því að þingið samþykki tillögu um að allt vinnandi fólk þurfi að hafa svokallaðan grænan Covid-passa. Passarnir eru staðfesting á því að fólk hafi annað hvort verið bólusett fyrir kórónuveirunni, hafi fengið neikvætt á Covid-prófi nýlega eða hafi nýlega jafnað sig á smiti. Þegar passarnir voru fyrst kynntir þurfti fólk að sýna þá áður en það fór á ákveðna staði, til dæmis veitingastaði eða leikhús. Þúsundir leituðu á götur út í Róm í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar. Sumir reyndu að brjótast í gegn um múr brynklæddra lögregluþjóna og inn á skrifstofu Mario Draghis, forsætisráðherra Ítalíu, en aðrir brutust inn á skrifstofur stéttafélagsins CGIL. Þá reyndu tugir að brjótast inn á bráðamóttökuna á Policlinico Umberto spítalanum í Róm og þurftu heilbrigðisstarfsmenn að byrgja sig inni til að verjast mótmælendum. Verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt mun allt vinnandi fólk þurfa að sýna fram á að það sé annað hvort bólusett, hafi farið í kórónuveiruskimun og fengið neikvætt eða að það sé nýbúið að jafna sig af smiti. Fari fólk ekki eftir þessu eftir 15. október næstkomandi muni það vera sent í tímabundið launalaust leyfi þó ekki sé hægt að reka það. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Róm slösuðust 38 lögreglumenn í gær. Meira en áttatíu prósent Ítala yfir tólf ára aldri eru fullbólusettir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ítalía Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira