Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 11:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu eftir brotthvarf Birgis Þórarinssonar þingmanns úr flokknum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. „Fjöldi fólks studdi þennan frambjóðanda og flokkinn í kosningum og áður en að búið er að setja þing er sá sem kosinn var út á það að vera í framboði fyrir miðflokkinn farinn í annan flokk og virðist hafa lagt drög að því í einhvern tíma,“ sagði Sigmundur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Birgir Þórarinsson, þingmaður í Suðurkjördæmi, tilkynnti í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, tveimur vikum eftir þingkosningar og eftir fjögurra ára þingsetu fyrir Miðflokkinn. „Ég held að ég verði bara að biðja flokksmenn afsökunar fyrir hönd flokksins að þetta hafi farið svona og raunar kannski kjósendur sem ætluðu ekki að verja atkvæði sínu til að styðja þingmann sjálfstæðisflokksins.“ Birgir gaf þær skýringar í gær að Klaustursmálið svokallaða hafi verið ástæða þess að hann hefði ákveðið að segja skilið við flokkinn, en málið kom upp fyrir þremur árum síðan. Sigmundur segist ekki gefa mikið fyrir þær skýringar og telur vistaskipti Birgis hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Auðvitað gerist þetta mjög snögglega, þetta kemur upp á yfirborðið snögglega en það voru greinilega búin að eiga sér stað einhver samtöl þarna,“ segir Sigmundur. Nú eru aðeins tveir menn eftir í þingflokki Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, en Sigmundur tekur fyrir að flokkurinn sé í krísu. „Nei, nú ætla ég að vera ósammála þér þó ég hafi tekið undir ýmsar áhyggjur þínar í þættinum. Miðflokkruinn er vel stemmdur,“ segir Sigmundur. Birgir hafi siglt undir fölsku flaggi Sigmundur segist velta fyrir sér kosningakerfinu vegna þessa. Það sé byggt á því að fólk kjósi flokka og treysti á að frambjóðendur sigli ekki undir fölsku flaggi. „Menn þurfa að geta treyst því að frambjóðendur séu ekki að sigla undir fölsku flaggi. Þeir séu raunverulega hluti af þeim hópi, þeim flokki, sem viðkomandi kjósandi treystir fyrir atkvæði sínu. Auðvitað getur komið upp pólitískur ágreiningur innan flokka og við höfum séð mörg dæmi um það á undanförnum árum að fólk hafi farið á milli flokka,“ segir Sigmundur. „En það hefur þá gerst í framhaldinu af einhverri uppákomu, einhverjum pólitískum ágreiningi. Það á augljóslega ekki við í þessu tilviki, þegar ekki var einu sinni búið að halda þingflokksfund, ekki var búið að setja Alþingi og menn ekki einu sinni komnir með kjörbréfið. Það er, finnst mér, ekki góð framkoma gagnvart kjósendum, sem hafa nú mátt þola slæma framkomu af hálfu stjórnmálamanna sem eru alltaf að gefa frá sér valdið, lofandi hverju sem er fyrir kosningar en gera svo ekkert með þau fyrirheit.“ Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Fjöldi fólks studdi þennan frambjóðanda og flokkinn í kosningum og áður en að búið er að setja þing er sá sem kosinn var út á það að vera í framboði fyrir miðflokkinn farinn í annan flokk og virðist hafa lagt drög að því í einhvern tíma,“ sagði Sigmundur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Birgir Þórarinsson, þingmaður í Suðurkjördæmi, tilkynnti í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, tveimur vikum eftir þingkosningar og eftir fjögurra ára þingsetu fyrir Miðflokkinn. „Ég held að ég verði bara að biðja flokksmenn afsökunar fyrir hönd flokksins að þetta hafi farið svona og raunar kannski kjósendur sem ætluðu ekki að verja atkvæði sínu til að styðja þingmann sjálfstæðisflokksins.“ Birgir gaf þær skýringar í gær að Klaustursmálið svokallaða hafi verið ástæða þess að hann hefði ákveðið að segja skilið við flokkinn, en málið kom upp fyrir þremur árum síðan. Sigmundur segist ekki gefa mikið fyrir þær skýringar og telur vistaskipti Birgis hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Auðvitað gerist þetta mjög snögglega, þetta kemur upp á yfirborðið snögglega en það voru greinilega búin að eiga sér stað einhver samtöl þarna,“ segir Sigmundur. Nú eru aðeins tveir menn eftir í þingflokki Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, en Sigmundur tekur fyrir að flokkurinn sé í krísu. „Nei, nú ætla ég að vera ósammála þér þó ég hafi tekið undir ýmsar áhyggjur þínar í þættinum. Miðflokkruinn er vel stemmdur,“ segir Sigmundur. Birgir hafi siglt undir fölsku flaggi Sigmundur segist velta fyrir sér kosningakerfinu vegna þessa. Það sé byggt á því að fólk kjósi flokka og treysti á að frambjóðendur sigli ekki undir fölsku flaggi. „Menn þurfa að geta treyst því að frambjóðendur séu ekki að sigla undir fölsku flaggi. Þeir séu raunverulega hluti af þeim hópi, þeim flokki, sem viðkomandi kjósandi treystir fyrir atkvæði sínu. Auðvitað getur komið upp pólitískur ágreiningur innan flokka og við höfum séð mörg dæmi um það á undanförnum árum að fólk hafi farið á milli flokka,“ segir Sigmundur. „En það hefur þá gerst í framhaldinu af einhverri uppákomu, einhverjum pólitískum ágreiningi. Það á augljóslega ekki við í þessu tilviki, þegar ekki var einu sinni búið að halda þingflokksfund, ekki var búið að setja Alþingi og menn ekki einu sinni komnir með kjörbréfið. Það er, finnst mér, ekki góð framkoma gagnvart kjósendum, sem hafa nú mátt þola slæma framkomu af hálfu stjórnmálamanna sem eru alltaf að gefa frá sér valdið, lofandi hverju sem er fyrir kosningar en gera svo ekkert með þau fyrirheit.“
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32
Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38
Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58