Fótbolti

Guðlaugur Victor ekki með gegn Liechtenstein

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson og Guðlaugur Victor Pálsson rökræða við dómara leiksins eftir mark Armena á föstudag.
Viðar Örn Kjartansson og Guðlaugur Victor Pálsson rökræða við dómara leiksins eftir mark Armena á föstudag. Vísir/Jónína Guðbjörg

Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein á morgun í undankeppni HM.

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu KSÍ á Twitter.

Þar segir að Guðlaugur Victor, sem lék allan leikinn gegn Armeníu á föstudag, hafi þegar yfirgefið hópinn og haldið til síns félagsliðs, Schalke 04 í Þýskalandi.

Ekki er gefin ástæða fyrir fjarveru Guðlaugs Victors en ætla má að þeirri spurningu verði svarað á blaðamannafundi landsliðsins í hádeginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.