Varðskipið Þór losar Strandamenn við grindhvalahræin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2021 11:45 Um fimmtíu grindhvalir voru taldir í fjörunni. Björn Axel Guðbjörnsson Varðskipið Þór mun sigla að Árneshreppi á Ströndum á þriðjudaginn og losa heimamenn við rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem liggja í fjörunum við Melavík. RÚV greindi fyrst frá. Greint var frá því um helgina að grindhvalirnir hefðu synt á land í stórum hóp. Ekkert var hægt að gera til að aðstoða hvalina sem drápust skömmu síðar, einn af öðrum. Í samtali við Vísi segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, að Þór muni koma á þriðjudaginn, safna hræunum saman og sigla með þau út fyrir sjávarstrauma þar sem þeim verður hent fyrir borð. „Okkur er mikið létt, þetta er það stórt og mikið. Þetta er bara umhverfisslys, þetta er það mikið,“ segir Eva og bætir við að hreppurinn hefði ekki haft bolmagn til þess að losa hræin, sem sum hver eru einhver tonn að þyngd og um fimmtíu talsins. „Þetta eru fleiri en íbúafjöldinn í sveitinni, þannig að það hefði ansi hreint erfitt að eiga við, segir Eva,“ en 45 manns bjuggu í sveitarfélaginu í júní síðastliðnum. Hafrannsóknarstofnun kom á svæðið á dögunum og tók sýni úr hverju og einu hræi og segist Eva vona að rannsóknir skili einhverjum niðurstöðum um hvað hafi valdið því að hvalirnar syntu á land. Dýr Umhverfismál Landhelgisgæslan Árneshreppur Tengdar fréttir Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. 3. október 2021 09:01 Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Greint var frá því um helgina að grindhvalirnir hefðu synt á land í stórum hóp. Ekkert var hægt að gera til að aðstoða hvalina sem drápust skömmu síðar, einn af öðrum. Í samtali við Vísi segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, að Þór muni koma á þriðjudaginn, safna hræunum saman og sigla með þau út fyrir sjávarstrauma þar sem þeim verður hent fyrir borð. „Okkur er mikið létt, þetta er það stórt og mikið. Þetta er bara umhverfisslys, þetta er það mikið,“ segir Eva og bætir við að hreppurinn hefði ekki haft bolmagn til þess að losa hræin, sem sum hver eru einhver tonn að þyngd og um fimmtíu talsins. „Þetta eru fleiri en íbúafjöldinn í sveitinni, þannig að það hefði ansi hreint erfitt að eiga við, segir Eva,“ en 45 manns bjuggu í sveitarfélaginu í júní síðastliðnum. Hafrannsóknarstofnun kom á svæðið á dögunum og tók sýni úr hverju og einu hræi og segist Eva vona að rannsóknir skili einhverjum niðurstöðum um hvað hafi valdið því að hvalirnar syntu á land.
Dýr Umhverfismál Landhelgisgæslan Árneshreppur Tengdar fréttir Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. 3. október 2021 09:01 Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. 3. október 2021 09:01
Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58