Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 09:01 Háhyrningar við Íslandsstrendur virðast forðast grindhvali. Getty Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“ Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“
Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira