Innlent

Veittist að leigubílstjóra með úðavopni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 2.30 í nótt vegna einstaklings sem veittist að bílstjóra leigubifreiðar með úðavopni. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur ekki fram um hvernig úðavopn var að ræða.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um einstakling sem gerði tilraun til að taka eigur starfsmanna verslunar í miðbænum ófrjálsri hendi. Losaði hann sig við munina þegar hann varð var við starfsmenn og var á brott þegar lögreglu bar að.

Þá var var ökumanni veitt eftirför í miðborginni um klukkan 18 en sá sinnti ekki tilmælum lögreglu um að stoppa. Var hann að lokum handtekinn og er grunaður um akstur undir áhrifum.

Tvær tilkynningar bárust um minniháttar umferðaróhöpp þar sem ekið var utan í kyrrstæðar bifreiðar. Í öðru tilvikinu var ökumaðurinn á öðrum bíl en í hinu á rafhlaupahjóli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×