Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:31 Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman öðru sinni í dag og fór yfir valdheimildir sínar og verklag. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52
Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01
Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38