Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 20:00 Lífið gengur sinn vanagang í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum var aflétt þar í landi fyrir tæpum mánuði. Faraldurinn raunar ber vart á góma, hvorki í daglegu tali né í fjölmiðlum. Getty Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar. Tæpur mánuður er síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt í Danmörku. Ef helstu fréttamiðlar þar í landi eru skoðaðir má sjá að lítið fer fyrir umræðu um faraldurinn og nær hvergi að sjá að tölur yfir fjölda smitaðra séu uppfærðar daglega, líkt og gert er hér. Fréttamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segir umræðuna um faraldurinn mun plássfrekari hér á Íslandi en úti. „Það er ekkert verið að tala um covid, hér um bil,” segir Elín. „Ég skrapp heim til Íslands fyrir rúmum mánuði og það var eiginlega hálfgert sjokk. Þó það sé búið að aflétta mikið síðan þá, þá voru flestir mjög hikandi við að knúsa mann og með efasemdir um að hittast og þar fram eftir götunum. Það er svona það sem ég finn fyrir, að covid er að taka miklu meira pláss heima heldur en hér.” Elín Margrét segir að fólki sé létt. Hún segir það raunar heyra til undantekninga að fjallað sé um faraldurinn í Danmörku og að það hafi ekki komið til tals að grípa til hertari aðgerða, þó smituðum hafi fjölgað undanfarna daga. Stjórnvöld beini sjónum sínum fyrst og fremst að því að vernda óbólusetta, til dæmis börn. „Allavega í kringum mig er töluvert léttara yfir öllum. Þetta hvílir ekki jafn þungt á fólki og bara að geta komið saman virðist vera að hafa jákvæð áhrif á fólkið i kringum mig, fólk er farið að hugsa um allt annað. Ég fór til að mynda á fótboltaleik um daginn þar sem voru 35 þúsund manns komnir saman og sá hvað stemningin virðist gera mikið fyrir samfélagið,” segir Elín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Tæpur mánuður er síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt í Danmörku. Ef helstu fréttamiðlar þar í landi eru skoðaðir má sjá að lítið fer fyrir umræðu um faraldurinn og nær hvergi að sjá að tölur yfir fjölda smitaðra séu uppfærðar daglega, líkt og gert er hér. Fréttamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segir umræðuna um faraldurinn mun plássfrekari hér á Íslandi en úti. „Það er ekkert verið að tala um covid, hér um bil,” segir Elín. „Ég skrapp heim til Íslands fyrir rúmum mánuði og það var eiginlega hálfgert sjokk. Þó það sé búið að aflétta mikið síðan þá, þá voru flestir mjög hikandi við að knúsa mann og með efasemdir um að hittast og þar fram eftir götunum. Það er svona það sem ég finn fyrir, að covid er að taka miklu meira pláss heima heldur en hér.” Elín Margrét segir að fólki sé létt. Hún segir það raunar heyra til undantekninga að fjallað sé um faraldurinn í Danmörku og að það hafi ekki komið til tals að grípa til hertari aðgerða, þó smituðum hafi fjölgað undanfarna daga. Stjórnvöld beini sjónum sínum fyrst og fremst að því að vernda óbólusetta, til dæmis börn. „Allavega í kringum mig er töluvert léttara yfir öllum. Þetta hvílir ekki jafn þungt á fólki og bara að geta komið saman virðist vera að hafa jákvæð áhrif á fólkið i kringum mig, fólk er farið að hugsa um allt annað. Ég fór til að mynda á fótboltaleik um daginn þar sem voru 35 þúsund manns komnir saman og sá hvað stemningin virðist gera mikið fyrir samfélagið,” segir Elín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira