Innlent

„Við skjótum allar þessar fokking löggur“

Atli Ísleifsson skrifar
Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Vísir/Vilhelm

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári.

Maðurinn var handtekinn aðfararnótt laugardagsins 28. nóvember síðastliðinn þar sem hann hafði í hótunum við lögreglu og gerði tilraun til að hrækja í átt að lögreglumanni við skyldustörf. Hrákinn hafnaði á hálfopinni rúðu lögreglubílsins.

Maðurinn hótaði sömuleiðis lögreglumönnum ýmist lífláti, ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi, en ummælin sem hann lét falla og er ákærður fyrir eru:

  • „Ég sver ég mun slást við ykkur báða.“
  • „Við skjótum allar þessar fokking löggur.“
  • „Ég fokking ríð þér extra fast þangað til þú munt öskra ógeðið þitt.“

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×