Mæta til leiks í úrslit Þjóðadeildarinnar ósigraðir í 37 leikjum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 13:30 Roberto Mancini mætir til Ítalíu með Evrópumeistarabikarinn sem ítalska landsliðið vann á Wembley í sumar. Ítalar geta núna unnið annan bikar í þessari viku þegar spilað er til úrslita í Þjóðadeildinni. EPA-EFE/TELENEWS Ítalir gætu unnið sinn annan titil á þessu ári þegar úrslitaleikir Þjóðadeildarinnar fara fram í vikunni. Ítalska liðið er á heimavelli og hefur ekki tapað leik í þrjú ár. Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar eftir 3-2 sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleik EM á Wembley. Í kvöld mæta þeir Spánverjum á San Siro í Mílanó í fyrri undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar en sigurvegarinn mætir annaðhvort Belgíu og Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Portúgalar urðu fyrstir til að vinna Þjóðadeildartitilinn þegar keppt var um hann í fyrsta sinn sumarið 2019. Þeir komust aftur á móti ekki í úrslitakeppnina nú. EURO 2020 winners World record 37 games unbeaten 2021 Nations League finals hosts Sum up Italy under Roberto Mancini in one word!#NationsLeague pic.twitter.com/C4HeTGI0fL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 5, 2021 Ítalska landsliðið tapaði ekki leik á EM og hefur alls leikið 37 leiki í röð án þess að tapa. Síðasti tapleikurinn kom á móti Portúgal í september 2018. Ítalir og Spánverjar mættust líka í undanúrslitum á EM í sumar og þar vann ítalska liðið í vítakeppni. „Spánn var það lið sem við áttum í mestum erfiðleikum með á EM í sumar. Það yrði stórkostlegt ef við gætum fylgt eftir sigra á Evrópumótinu með því að vinna Þjóðadeildina og tryggja okkur síðan inn á HM snemma. Það verður ekki auðvelt því allir leikir koma með sína erfiðleika,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins en hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. We need to go even faster : Mancini fires up Italy before Spain rematch | Nicky Bandini https://t.co/GwxZEmlwTx— The Guardian (@guardian) October 6, 2021 „Það var þegar mjög spennandi verkefni fyrir okkur fyrir EM að mæta Ítalíu á Ítalíu í undanúrslitum,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánverja, en svo bættist við sárgrætilegt tap í vítakeppni á móti Ítölum á EM í sumar. „Ég myndi elska það að vinna þessa keppni. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Að sjá hvernig frammistöðu við getum boðið upp á fyrir framan meirihluta ítalska stuðningsmanna og á móti ríkjandi Evrópumeisturum,“ sagði Enrique. Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar eftir 3-2 sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleik EM á Wembley. Í kvöld mæta þeir Spánverjum á San Siro í Mílanó í fyrri undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar en sigurvegarinn mætir annaðhvort Belgíu og Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Portúgalar urðu fyrstir til að vinna Þjóðadeildartitilinn þegar keppt var um hann í fyrsta sinn sumarið 2019. Þeir komust aftur á móti ekki í úrslitakeppnina nú. EURO 2020 winners World record 37 games unbeaten 2021 Nations League finals hosts Sum up Italy under Roberto Mancini in one word!#NationsLeague pic.twitter.com/C4HeTGI0fL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 5, 2021 Ítalska landsliðið tapaði ekki leik á EM og hefur alls leikið 37 leiki í röð án þess að tapa. Síðasti tapleikurinn kom á móti Portúgal í september 2018. Ítalir og Spánverjar mættust líka í undanúrslitum á EM í sumar og þar vann ítalska liðið í vítakeppni. „Spánn var það lið sem við áttum í mestum erfiðleikum með á EM í sumar. Það yrði stórkostlegt ef við gætum fylgt eftir sigra á Evrópumótinu með því að vinna Þjóðadeildina og tryggja okkur síðan inn á HM snemma. Það verður ekki auðvelt því allir leikir koma með sína erfiðleika,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins en hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. We need to go even faster : Mancini fires up Italy before Spain rematch | Nicky Bandini https://t.co/GwxZEmlwTx— The Guardian (@guardian) October 6, 2021 „Það var þegar mjög spennandi verkefni fyrir okkur fyrir EM að mæta Ítalíu á Ítalíu í undanúrslitum,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánverja, en svo bættist við sárgrætilegt tap í vítakeppni á móti Ítölum á EM í sumar. „Ég myndi elska það að vinna þessa keppni. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Að sjá hvernig frammistöðu við getum boðið upp á fyrir framan meirihluta ítalska stuðningsmanna og á móti ríkjandi Evrópumeisturum,“ sagði Enrique. Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira