Innlent

Fremur ró­legt á skjálfta­svæðinu í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjálftahrina hófst 27. september suðvestur af Keili.
Skjálftahrina hófst 27. september suðvestur af Keili. Vísir/Vilhelm

Fremur rólegt virðist hafa verið á skjálftasvæðinu við Keili síðustu klukkustundirnar.

Frá miðnætti hafa engir skjálftanna náð þremur að stærð, sá stærsti kom klukkan 5:30 í morgun og var 2,5 stig að stærð.

Síðasti stóri skjálftinn, sem náði þremur stigum eða meira kom um 16:15 í gær og mældist hann 3,5 stig.

Skjálftahrina hófst 27. september suðvestur af Keili og eru skjálftarnir staðsettir í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist fyrr á árinu leiddi til eldgoss við Fagradalsfjall.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×