Innlent

Þau sækjast eftir stöðu sam­skipta­stjóra ríkis­lög­reglu­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
33 sóttu um stöðuna.
33 sóttu um stöðuna. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu 33 um stöðu samskiptastjóra embættis ríkislögreglustjóra sem auglýst var til umsóknar í lok ágústmánaðar.

Staðan var auglýst laus til umsóknar í lok ágústmánaðar og var umsóknarfrestur til 13. september. Í auglýsingunni kom fram að um væri að ræða tímabundna stöðu til eins árs með möguleika á framlengingu til allt að eins árs.

Um er að ræða nýja stöðu, en hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra starfar einnig samskiptastjóri, Hjördís Guðmundsdóttir.

„Meginhlutverk samskiptastjóra verður að byggja upp, móta og sinna upplýsingamiðlun vegna starfsemi embættis ríkislögreglustjóra, þróa notkun á stafrænum miðlum og sjá um skipulag viðburða og funda á vegum embættisins. Leitað er að einstaklingi sem hefur vilja og færni til að styðja við megináherslur embættisins, sem eru þjónusta, forysta, mannauður, nýsköpun og samstarf,“ sagði í auglýsingunni.

Listi yfir umsækjendur um starf samskiptastjóra:

  • Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir.
  • Andri Henrysson.
  • Aneliya Dubinets.
  • Atli Már Guðfinnsson, öryggisvörður.
  • Auðunn Arnórsson, háskólakennari.
  • Bjarnveig Birta Bjarnadóttir.
  • Björn S. Lárusson, skrifstofustjóri.
  • Bóel Guðlaugardóttir.
  • Brjánn Jónsson, kynningarfulltrúi.
  • Brynja Sól Guðmundsdóttir.
  • Dúi J. Landmark, verkefnastjóri.
  • Elías Þórsson.
  • Erla Gunnarsdóttir, samskiptastjóri.
  • Gerður Guðrún Árnadóttir.
  • Gréta Stefánsdóttir.
  • Gunnar Hörður Garðarsson, aðstoðarmaður þingflokks.
  • Halldór Hilmar Sigurðsson, sölustjóri.
  • Haraldur Líndal Haraldsson.
  • Haukur Ármannsson.
  • Hjalti Andrason.
  • Ingibjörg Dagbjartsdóttir, greinandi.
  • Jón T. Unnarson Sveinsson, húsvörður.
  • Kári Sturluson.
  • Lýður Geir Guðmundsson.
  • Maríjon Ósk Nóadóttir, almannatengill.
  • Ngwe Min Tun.
  • Polina Diljá Helgadóttir, þjónustustjóri.
  • Serkan Mermer.
  • Stefán Magnússon.
  • Steindór Gunnar Steindórsson, framleiðandi.
  • Sveinbjörn Ingi Grímsson, ráðgjafi.
  • Þorsteinn Kristjánsson.
  • Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×