Fótbolti

Aron Einar áfram í liði Al Arabi

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í búningi Al Arabi.
Aron Einar Gunnarsson í búningi Al Arabi. Getty/Simon Holmes

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Arabi þegar liðið mætti Al Khor í knattspyrnuleik í Katar í dag.

Aron lék leikinn þrátt fyrir fregnir þess efnis í síðustu viku að hann sætti lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa tekið þátt í hópnauðgun árið 2010.

Liðin gerðu markalaust jafntefli en leikurinn var í B-riðli deildabikarsins í Katar, þar sem Al Arabi er nú með tvö stig eftir tvo leiki. Fimm lið eru í riðlinum og komast fjögur efstu í átta liða úrslit.

Samkvæmt Twitter-síðu Al Arabi var Aroni skipt af velli eftir fyrri hálfleik en ekki fylgdi sögunni hvers vegna.

Aron var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Armeníu á föstudag og Liechtenstein á mánudag í undankeppni HM.


Tengdar fréttir

Tveir knatt­spyrnu­menn sakaðir um kynferðisbrot

Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 

Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér

„Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.