Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 15:43 Aron Einar Gunnarsson með boltann í leik íslenska landsliðsins á móti Pólverjum í vináttulandsleik. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór. HM 2022 í Katar Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira