Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 15:43 Aron Einar Gunnarsson með boltann í leik íslenska landsliðsins á móti Pólverjum í vináttulandsleik. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Sjá meira
Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Sjá meira