Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 15:43 Aron Einar Gunnarsson með boltann í leik íslenska landsliðsins á móti Pólverjum í vináttulandsleik. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór. HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór.
HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira