Lagerbäck: Hef aldrei upplifað aðra eins framkomu hjá leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 11:02 Lars Lagerbäck á dögum sínum með þjálfari norska landsliðsins. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck tjáir sig um síðustu daga sína sem landsliðsþjálfari Norðmanna í nýrri bók sem var að koma út í Noregi. Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars. EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars.
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira