Innlent

Skipta út konu fyrir karl vegna jafn­réttis­­sjónar­miða

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hafdís Hrönn út og Jóhann Friðrik inn.
Hafdís Hrönn út og Jóhann Friðrik inn. aðsend

Breyting hefur orðið á vali Framsóknarflokksins í kjörbréfanefnd. Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur hefur verið skipt út fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson.

Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis. Hann segir að þar hafi jafnréttissjónarmið ráðið för.

„Það var til að jafna kynjahlutföllin því að þingskapareglan segir að gæta skuli að því að það séu sem jöfnust hlutföll kynja í nefndum,“ segir Willum.

Willum Þór Þórsson er starfandi forseti Alþingis.vísir/vilhelm

„Þar sem við vorum með tvær konur þá gátum við ein tekið það til okkar að bregðast við því.“

Fjórir karlar og fimm konur

Fyrir þessa breytingu Framsóknar var nefndin skipuð sex konum og þremur körlum. Nú verða í nefndinni fjórir karlar og fimm konur. 

Nefndin kemur saman á fyrsta fundi sínum í dag klukkan 13.

Nefndarmenn eftir breytinguna eru: 

  • Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Birgir Ármannsson, Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir.
  • Fyrir Framsókn: Líneik Anna Sævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.
  • Fyrir Vinstri græn: Svandís Svavarsdóttir.
  • Fyrir Flokk fólksins: Inga Sæland.
  • Fyrir Samfylkinguna: Þórunn Sveinbjarnardóttir.
  • Fyrir Pírata: Björn Leví Gunnarsson.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.