Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Árni Sæberg skrifar 3. október 2021 19:33 Tony Blair er einn þeirra hverra nöfn má finna í Pandóruskjölunum. Dan Kitwood/Getty Images Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð. Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð.
Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira