„Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2021 14:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. Visir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti. Fréttastofa fjallaði nýlega um nýframkvæmd í Breiðholti þar sem íbúar lýstu því hvernig verkefnið fór algjörlega úrskeiðis í höndum verktaka. Þá kom fram að verkfræðistofa sem var ráðin til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu hafi ekki sinnt því. Um er að ræða tugamilljóna króna framkvæmd sem þarf samkvæmt óháðum aðila að vinna upp á nýtt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. „Við fáum reglulega til okkar dæmi um verktaka sem ekki standast kröfur eða standa ekki við verk sín og yfirleitt eru þetta stór og viðamikil mál,“ segir Breki. Hann segir þó óvanalegt að eftirlit eins og virðist vera í þessu dæmi sé líka í ólagi. „Það virðist vera sem húsfélagið hafi verið að gera allt sitt til að koma í veg fyrir svona gallamál með því að ráða verkfræðistofu til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu. En því miður virðist það eftirlit og sú umsjón ekki hafa staðist. Við höfum ekki fengið beint svona dæmi um að eftirlitsaðili sinni ekki verkefni sínu. Það er sjaldgæft að eftirlitið klikki líka. Hins vegar eru fjölmörg mál þar sem aðilar hafa farið í gjaldþrot og ekki klárað verk en samt þegið greiðslu að hluta eða heild eins og gerðist í þessu tilviki,“ segir Breki. Allt virðist fara úrskeiðis í þessu máli. „Það virðist allt hreinlega klikka í þessu máli,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk kynni sér verktaka áður en þeir séu fengnir í framkvæmdir. „Svona mál eru of algeng og eitthvað sem við verðum að takast á því þetta er stórtjón fyrir þá sem lenda í þessu en þetta er líka þjóðfélagstjón,“ segir Breki. Breki segir að bregðast þurfi við kennitöluflakki með markvissum aðgerðum. „Til að koma í veg fyrir svona kennitöluflakk og fúsk þá verða að koma til aðgerðir stjórnvalda og félagasamtaka. Með því væri hægt að leggja á raunverulegt atvinnubann á þá sem stunda slíkt,“ segir Breki. Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Fréttastofa fjallaði nýlega um nýframkvæmd í Breiðholti þar sem íbúar lýstu því hvernig verkefnið fór algjörlega úrskeiðis í höndum verktaka. Þá kom fram að verkfræðistofa sem var ráðin til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu hafi ekki sinnt því. Um er að ræða tugamilljóna króna framkvæmd sem þarf samkvæmt óháðum aðila að vinna upp á nýtt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. „Við fáum reglulega til okkar dæmi um verktaka sem ekki standast kröfur eða standa ekki við verk sín og yfirleitt eru þetta stór og viðamikil mál,“ segir Breki. Hann segir þó óvanalegt að eftirlit eins og virðist vera í þessu dæmi sé líka í ólagi. „Það virðist vera sem húsfélagið hafi verið að gera allt sitt til að koma í veg fyrir svona gallamál með því að ráða verkfræðistofu til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu. En því miður virðist það eftirlit og sú umsjón ekki hafa staðist. Við höfum ekki fengið beint svona dæmi um að eftirlitsaðili sinni ekki verkefni sínu. Það er sjaldgæft að eftirlitið klikki líka. Hins vegar eru fjölmörg mál þar sem aðilar hafa farið í gjaldþrot og ekki klárað verk en samt þegið greiðslu að hluta eða heild eins og gerðist í þessu tilviki,“ segir Breki. Allt virðist fara úrskeiðis í þessu máli. „Það virðist allt hreinlega klikka í þessu máli,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk kynni sér verktaka áður en þeir séu fengnir í framkvæmdir. „Svona mál eru of algeng og eitthvað sem við verðum að takast á því þetta er stórtjón fyrir þá sem lenda í þessu en þetta er líka þjóðfélagstjón,“ segir Breki. Breki segir að bregðast þurfi við kennitöluflakki með markvissum aðgerðum. „Til að koma í veg fyrir svona kennitöluflakk og fúsk þá verða að koma til aðgerðir stjórnvalda og félagasamtaka. Með því væri hægt að leggja á raunverulegt atvinnubann á þá sem stunda slíkt,“ segir Breki.
Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30